Viðskiptaráðherra: Kom á óvart

Björgvin G. Sigurðsson
Björgvin G. Sigurðsson Guðmundur Rúnar Guðmundsson

„Þegar við heyrðum af þessu um helgina þá kom þetta á óvart enda ekkert sem benti til þess að þetta væri í uppsiglingu,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, um kaup ríkisins á 75% hlut í Glitni.

„Það sá enginn fyrir að endurfjármögnunarsamningum Glitnis yrði rift svona fyrirvaralaust. Ég fékk fyrst veður af þessu á föstudaginn þegar haft var samband við formann Samfylkingarinnar og henni gerð grein fyrir því sem var í uppsiglingu. Aðrir ráðherrar fengu síðan upplýsingar um þetta síðar um helgina,“ segir Björgvin.

„Ríkið mun losa þennan eignarhlut á næstu misserum,“ segir Björgvin aðspurður hversu lengi ríkið mun ráða yfir þessum hlut í bankanum. Hann segir það ráðast algjörlega af stöðunni á alþjóðlegum mörkuðum. „Þetta er ekki langtímafjárfesting, heldur neyðaraðgerð. Það er ekki markmiðið að reka bankann til lengdar.“

Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis, hefur sagt að hann hafi frekar viljað sjá ríkið eignast helmingshlut. „Þetta var það tilboð sem Seðlabankinn og sérfræðingar hans töldu heppilegast,“ segir Björgvin. Hann segist ekki tilbúinn að tjá sig um það að ríkið og Seðlabankinn hafi lagt sérstaka áherslu á það í nótt að eignast þetta stóran hlut.

Spurður um mögulegar breytingar á yfirstjórn bankans segir Björgvin að Lárus Welding og Þorsteinn Már verði áfram við stjórnvölinn. Engar ákvarðanir í aðra veru hafi verið teknar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK