Takið ykkur tak

„Takið ykkur tak," sagði  Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópu, í kvöld og vísaði til fjármálamarkaða beggja vegna Atlantshafsins. Hlutabréfaverð lækkaði enn í dag þrátt fyrir að stærstu seðlabankar heimsins hefðu lækkað stýrivexti um hálfa prósentu í dag í samræmdum aðgerðum.

„Allt of mikil svartsýni er óráðleg," sagði Trichet í viðtali við frönsku sjónvarpsstöðina  France.

Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, fagnaði samræmdum aðgerðum seðlabankanna og sagði þær réttmætar til að létta þrýstingi af fjármálamörkuðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK