Ekki óeðlilegar millifærslur frá dótturfélögum Kaupþings

Höfuðstöðvar Kaupþings við Borgartún.
Höfuðstöðvar Kaupþings við Borgartún. mbl.is/Golli

Jónas Sigurgeirsson, forstöðumaður samskiptasviðs Kaupþings, segir að á
grundvelli þeirra upplýsinga sem liggi fyrir megi ekki ráða að óeðlilegar millifærslur hafi átt sér stað af reikningum dótturfélaga Kaupþings í
Bretlandi á reikninga á Íslandi, eða á aðra reikninga bankans, í aðdraganda
þess að Fjármálaeftirlitið tók yfir stjórn bankans á Íslandi.

Landsbankinn sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem segir að engar færslur hafi verið frá útibúi Landsbankans í London til móðurfélagsins á  Íslandi. Á umræddu tímabili hafi bankinn þvert á móti fært verulega fjármuni til útibúsins í Bretlandi til að standa við skuldbindingar Icesave, í aðdraganda þess að Fjármálayfirlitið tók stjórn bankans yfir.

Ekki hafi heldur átt sér stað færstur á milli Heritable Bank og Landsbankans  á umræddu tímabili og bankinn hafi að fullu verið fjármagnaður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK