Örlagaríkur dagur í breskri bankasögu

Reuters

Bresk blöð segja í dag, að dagurinn í dag sé einhver örlagaríkasti dagur í breskri bankasögu en tilkynnt hefur verið að breska ríkið kaupi ráðandi hlut í tveimur af stærstu bönkum landsins. Daily Telegraph segir, að 13. október verði minnst fyrir að þá hafi kapítalisminn í Bretlandi viðurkennt ósigur.

Farið er yfir sviðið á fréttavef BBC og m.a. vitnað í blaðið The Guardian, sem segir að í dag séu tímamót og að á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um helgina hafi óttinn legið í loftinu.

Financial Times telur að bankakerfi Vesturlanda hafi fengið hjartaáfall. Þegar sjúklingurinn er svona veikur, segir blaðið, þýðir ekkert að ræða um ástæðurnar, það þarf að koma hjartanu aftur af stað.

Hagfræðingur segir við Daily Mirror, að hugsanlega fylgi alger upplausn þjóðfélagsins í kjölfarið. Ljósin kunna að slokkna, öryggiskerfið mun hrynja og ofbeldið nær yfirtökunum, segir hann.

Blöðin benda þó á, að þótt allt sé að hrynja sé alltaf einhver sem sjái gróðatækifæri. Í þetta sinn sé það milljarðamæringurinn Sir Philip Green, sem hafi verið á Íslandi um helgina að reyna að kaupa nokkrar af verslunarkeðjum Baugs fyrir lítið fé.

Ef maður er á leiðinni heim, segir Green við Guardian, og sér hús auglýst til sölu á hálfvirði, þá bankar maður auðvitað á dyrnar.

Svo virðist sem stjarna Gordons Browns, forsætisráðherra, hafi hækkað nokkuð í umbrotunum síðustu daga. Daily Telegraph, segir að Frakkar hafi um helgina fagnað honum eins og manni sem risið hafi upp frá dauðum og hann sé á ný stiginn fram á alþjóðlegt svið.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK