„Þetta er lokaútkallið“

Þota SAS
Þota SAS www.flysas.com

Flugfélagið SAS kynnti í morgun viðamiklar sparnaðaraðgerðir, sem í felst sparnaður upp á 2,6 milljarða danskra króna og fækkun starfsmanna úr 15.000 í 9000. Aðgerðirnar, sem bera heitið 4Excellence Next Generation (4XNG), taka gildi strax.

Í aðgerðunum felst einnig að dótturfélagið SAS Ground Handling, sem er þriðja stærsta flugþjónustufyrirtæki Evrópu, verði útvistað, en hjá þessu dótturfélagi starfar um einn þriðji allra starfsmanna SAS. Þá hyggst SAS selja norska innanlandsflugfélagið Widerøe, auk ýmissa eigna sem tengjast flugvöllum og hlutabréfa í flugvélaverksmiðjum, en búist er við því að sala hlutabréfa muni skila SAS þremur milljörðum danskra króna.

Miklar uppsagnir eru fyrirhugaðar, en í þeim felast m.a. uppsagnir á 800 starfsmönnum sem starfa í höfuðstöðvum fyrirtækisins. Þær verða nú fluttar á einn stað, til Stokkhólms, en áður voru þær í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Að auki á að fækka stjórnendum. 

Þeir sem halda störfum sínum munu þurfa að sæta launalækkunum og réttindi til eftirlauna verða skert. Búist er við því að þetta feli í sér um 15% launalækkanir.

Stjórn fyrirtækisins dregur enda dul á að miklar breytingar séu í farvatninu, ekki síst fyrir starfsfólk. 

„Þetta er lokaútkallið, ef SAS á að lifa áfram. Við höfum fengið þetta lokatækifæri til að byrja upp á nýtt og koma þessum breytingum í gegn. Ég veit að þetta krefst mikils af starfsfólki okkar, en þetta er eina leiðin. Ég vona að hinir dyggu og trúu starfsmenn okkar hafi það sem þarf til þess að berjast fyrir því SAS lifi af og tryggi þar með störf sín,“ sagði Rickard Gustafson, forstjóri SAS, í yfirlýsingu. „Ef við gerum það, þá getum við fjárfest í nýjum flugvélum og þróað fyrirtækið áfram þannig að SAS geti áfram gegnt mikilvægu hlutverki fyrir milljónir manna í Skandinavíu.“

Frétt Epn.dk

Rickard Gustafson, forstjóri SAS.
Rickard Gustafson, forstjóri SAS. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK