Engar nýjar upplýsingar á bak við matið

Íbúðalánasjóður
Íbúðalánasjóður mbl.is/Golli

Ákvörðun Moody‘s um að lækka lánshæfismat Íbúðalánasjóðs byggir ekki á nýjum fjárhagsupplýsingum úr rekstri sjóðsins. Sjóðurinn mun birta ársuppgjör fyrir árið 2012 eftir um það bil mánuð. Að mati Íbúðalánasjóðs hafa engir atburðir átt sér stað sem ættu að leiða til breytinga á stöðumati fyrir sjóðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðalánasjóðs.

Þá segir jafnframt í tilkynningunni að umfjöllun Morgunblaðsins í dag um málefni sjóðsins sé ekki byggt á nýjum upplýsingum um málið. „Í forsíðufrétt Morgunblaðsins í dag, fimmtudaginn 21. febrúar, er dregin upp dökk mynd af stöðu Íbúðalánasjóðs sem höfð er eftir ónafngreindum sérfræðingum. Það mat byggir ekki á nýjum upplýsingum, heldur er þar verið að vísa í mat hagfræðings Samtaka fjármálafyrirtækja.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK