Eiganda Buy.is gert að greiða

EPA

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu um að leggja 150 þúsund króna stjórnvaldssekt á eiganda Buy.is fyrir ósanngjörn ummæli gagnvart iStore og eiganda hennar.

Ummælin voru talin ómálefnaleg og til þess fallin að kasta rýrð á iStore og hafa þannig áhrif á ákvörðun neytenda um að hafa viðskipti. Um var að ræða endurtekið brot.

Eigandi Buy.is kærði ákvörðunina til áfrýjunarnefndar neytendamála og krafðist þess að sá hluti ákvörðunarinnar sem snéri að stjórnvaldssektinni yrði felldur úr gildi. Áfrýjunarnefndin féllst ekki á rök kæranda og staðfesti ákvörðun Neytendastofu, að því er segir á vef Neytendastofu.

Ummælin sem eigandi Buy.is, Friðjón Björgvin Gunnarsson lét falla á Facebook-síðu Buy.is:  

  • „Það er mér sönn ánægja að benda á þá staðreynd að iP­ho­ne 4s 16GB kost­ar aðeins 119.900,- kr hjá Buy.is en 139.990,- kr hjá iP­ho­ne.is Þarna er um 20.000 kr verðmun­ur á ná­kvæm­lega sömu vöru. Ef ég kynni pró­sent­u­r­eikn­ing, þá gæti ég sagt ykk­ur mun­inn í pró­sent­um. Okur okur okur og aft­ur okur. Buy.is stend­ur gegn ok­ur­búll­um eins og iP­ho­ne.is“ 
  • „Í ör­vænt­ingu sinni hef­ur eig­andi iStore lækkað verðið á sinni vél um 50.000 kr [...] sjá­um hvað Bjarni Áka seg­ir þegar gulldreng­ur­inn hans óhlýðnast svona og lækk­ar verðið svona mikið. Það verður ekki fal­legt skal ég segja ykk­ur, því það eru tveir menn sem stjórna verði Apple vara á Íslandi, þeir heita Bjarni Áka og Valdi Gríms.“ 
  • „Verðin voru lækkuð eft­ir sam­ráð á milli epli og istore í dag. Það er eng­in til­vilj­un að [...] það lækk­ar sam­tím­is hjá báðum aðilum. Þetta sýn­ir hins veg­ar GRÍÐARLEGA ör­vænt­ingu og SVAKA­LEGA álagn­ingu þess­ara aðila.“ 
  • „Á Íslandi er ein­ok­un með apple vör­ur sem sýn­ir sig skýrt í þess­um verðmun.“ 
  • „Segðu svo að Buy.is ógni ekki þess­um mönn­um og ógur­legri græðgi þeirra.“ 
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK