Segir það afstöðu að mæta í „söngpartí með morðingjum“

Óli Palli tjáir sig um ákvörðun ríkisútvarpsins.
Óli Palli tjáir sig um ákvörðun ríkisútvarpsins. Samsett mynd

Ólafur Páll Gunnarsson, dagskrárgerðarmaður og einn þekktasti útvarpsmaður ríkisútvarpsins, tjáir sig í dag um þá ákvörðun opinbera hlutafélagsins að taka þátt í Eurovision-söngvakeppninni.

„Að taka enga afstöðu er afstaða. Afstaða með þeim stóra og sterka sem kúgar, níðist á og drepur,“ skrifar Ólafur Páll, best þekktur sem Óli Palli, á Facebook.

Eurovision-söngvakeppnin í Liverpool í ár hlaut mesta áhorf í sögu …
Eurovision-söngvakeppnin í Liverpool í ár hlaut mesta áhorf í sögu keppninnar. AFP

6.000 undirskriftir

„Það að mæta í söngpartí með morðingjum – þó svo þeir séu í glimmergöllum – er afstaða. Og heimurinn heldur áfram að farast meðan við horfum aðgerðalaus á,“ bætir Óli Palli við.

Greint var frá því á laugardag að ríkismiðillinn hygðist ekki fara fram á að Ísrael yrði vikið úr Eurovision. Tekið var fram að 3.000 undirskriftir væru þá á lista þar sem skor­að er á rík­is­út­varpið að neita þátt­töku, verði Ísra­el ekki vísað úr keppn­inni.

Nú eru þær rúmlega sex þúsund talsins, ef marka má það sem fram kemur á síðunni sem hýsir undirskriftalistann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú virðist vera lag til að fylgja eftir sannfæringu þinni. Yfirmaður þinn eða annar áhrifamikill einstaklingur mun hugsanlega koma þér ánægjulega á óvart í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú virðist vera lag til að fylgja eftir sannfæringu þinni. Yfirmaður þinn eða annar áhrifamikill einstaklingur mun hugsanlega koma þér ánægjulega á óvart í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir