Bjargaði konu sinni úr krókódílskjafti

Ástralskur maður bjargaði konu sinni úr kjafti tveggja og hálfs metra langs krókódíls, og slapp hún með lítil meiðsl á fæti.  Wendy Petherick var með manni sínum í Lithfield þjóðgarðinum í Ástralíu, og ætlaði að kæla sig niður með vatni úr tjörn þegar krókódíllinn kom upp úr og glefsaði í fót Wendy og tók hana með sér í vatnið.  Eiginmaður Wendy brást fljótt við og stökk ofan á krókódílinn og m.a potaði í augu hans, sem leiddi til þess að Wendy slapp frá dýrinu. 

Wendy fékk læknismeðferð og tekur nú stóran skammt sýklalyfja til þess að koma í veg fyrir sýkingu úr kjafti krókódílsins.  Starfsmenn þjóðgarðsins segja Wendy hafa verið mjög heppna að sleppa svo vel frá krókódílnum, en árásir dýranna séu frekar sjaldgæfar í garðinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú virðist vera lag til að fylgja eftir sannfæringu þinni. Yfirmaður þinn eða annar áhrifamikill einstaklingur mun hugsanlega koma þér ánægjulega á óvart í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú virðist vera lag til að fylgja eftir sannfæringu þinni. Yfirmaður þinn eða annar áhrifamikill einstaklingur mun hugsanlega koma þér ánægjulega á óvart í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir