Indverskir kvenríkisstarfsmenn beðnir að lýsa tíðahringnum

Konur, sem starfa fyrir hið opinbera á Indlandi, hafa lýst mikilli hneykslan yfir nýjum starfsmatsreglum, sem kveða á um að konurnar lýsi tíðahring sínum. Þá þurfa konurnar einnig að veita upplýsingar um hvenær þær sóttu síðast um fæðingarorlof.

Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir indverskum konum, að umræddar spurningar séu gróf innrás í einkalíf þeirra. BBC tókst ekki að ná tali af ráðuneytinu, sem hefur umsjón með ríkisstarfsmönnum, en indverskir fjölmiðlar höfðu eftir ráðuneytisstjóranum, að spurningarnar hefðu verið samdar samkvæmt ráðleggingum frá heilbrigðisyfirvöldum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert