Sjö fórust og 50 slösuðust þegar hvirfilbylur fór yfir bæ í Kansas

Að minnsta kosti sjö manns létu lífið og 50 slösuðust þegar hvirfilbylur fór yfir smábæinn Greensburg í suðurhluta Kansasríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Sjúkrahús í bænum hrundi og einnig mörg íbúðarhús en talið er að um 90% bygginga í bænum hafi eyðilagst eða skemmst. Björgunarsveitum tókst að ná um 30 manns úr rústum sjúkrahússins. Fjöldi hvirfilbylja fóru yfir Kansas, Oklahoma og Nebraska í gær og dag og hefur verið gefin út viðvörun í fleiri ríkjum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert