Romney styður McCain

Mitt Romney, sem hætti þátttöku í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í síðustu viku, hefur lýst yfir stuðningi við John McCain. Romney lýsti þessu yfir á fundi með McCain í Boston í gærkvöldi.

Sagði McCain að hann væri stoltur af því að lýsa yfir fullum stuðningi við kosningabaráttu McCain sem hann lýsti sem sannri bandarískri hetju og að hann efaðist ekki um að McCain yrði næsti forseti Bandaríkjanna.

Er talið fullvíst að McCain muni verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum, samkvæmt frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert