Heilsa Megrahis versnar

Megrahi ásamt Muammar Gaddafi, leiðtoga Líbýu.
Megrahi ásamt Muammar Gaddafi, leiðtoga Líbýu. Reuters

Heilsa Líbýumannsins Abdelbaset Ali al-Megrahi hefur versnað síðustu daga, að því er Reutersfréttastofan hefur eftir bróður hans. Megrahi var sleppt úr skosku fangelsi í ágúst af mannúðarástæðum en hann er með krabbamein á lokastigi.

Reuters segir, að Megrahi geti ekki talað vegna þess að heilsa hans hafi versnað skyndilega. Fyrir þremur dögum hitti hann blaðamenn í Tripoli og var þá afar veikburða að sjá.

Megrahi var árið 2001 dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að bera ábyrgð á sprengjuárás á bandaríska farþegaflugvél yfir Lockerbie á Skotlandi árið 1988. 270 manns létu þá lífið.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert