Neyðarkall frá spítalaþaki

Starfsfólk sjúkrahússins í Iwanuma í Japan brá á það ráð að skrifa SOS með handklæðum og teppum á þak hússins í þeirri von um að einhver myndi koma til aðstoðar.

300 manns eru á spítalanum, sem er nú umlukinn vatni og braki úr húsum. Hjúkrunarfólk stendur á þakinu og veifar handklæðum til að vekja athygli sjúkraflugvéla, en ekki hefur unnist tækifæri til að hjálpa fólkinu.

Margir eru strandaglópar á flóðasvæðunum og geta sig hvergi hrært.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert