Þingmenn stóryrtir í upphafi þingfundar

Talsverður hiti er á Alþingi þessa dagana.
Talsverður hiti er á Alþingi þessa dagana. mbl.is/ÞÖK

Þingmenn voru nokkuð stóryrtir í upphafi þingfundar á Alþingi í dag. Þingmenn Framsóknarflokksins sökuðu m.a. leiðtoga stjórnarandstöðunnar um að setja fjármálafyrirtæki á dauðalista og vilja vísa þeim úr landi. Þingmaður Samfylkingarinnar talaði á móti um lygaþvælu Framsóknarflokksins, óheilindi, staðfestuleysi og vesöld í auðlindamálinu.

Mikið var um frammíköll. Bað Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, þingmenn um að gefa ræðumönnum hljóð og minnti á að þetta væri ekki framboðsfundur heldur þingfundur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert