Fylgst með Íslandi sem litlu dæmi um hvað getur gerst

Fréttamenn frá tugum erlendra fjölmiðla eru nú staddir hér á landi vegna fjármálakreppunnar sem fer um heiminn. Erlendu miðlarnir telja áhugavert að fylgjast með því hvernig litlu hagkerfi og lítilli mynt reiðir af í efnahagsfárviðrinu.

Ríkisstjórnin hafði sérstakan viðbúnað vegna komu fjölmiðlanna. Utanríkisráðuneytið og fjármálaráðuneytið unnu saman og settu upp sér-símanúmer til að sinna óskum erlendu fréttamiðlanna. Mikið er fjallað um íslensku kreppuna í fjölmiðlum um allan heim upp á síðkastið og ólíklegt að það breytist í bráð. „Hinn mikli áhugi fjölmiðla á íslenskum efnahagsmálum endurspeglar í raun stöðuna eins og hún er um víða veröld. Ísland er dæmi um það sem er að gerast,“ sagði Kristrún Heimisdóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, sem ásamt Urði Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, sinntu erlendum fjölmiðlum í þinghúsinu. Geir H. Haarde forsætisráðherra hélt í gærkvöld fréttamannafund á ensku í þinghúsinu eftir að hafa rætt við íslenska fjölmiðla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert