Helmingur styður ríkisstjórnina

Ríkisstjórnin nýtur stuðnings helmings kjósenda, samkvæmt nýrri skoðanakönnun.
Ríkisstjórnin nýtur stuðnings helmings kjósenda, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. mbl.is/Ómar

Vinstrihreyfingin grænt framboð nýtur aukins fylgis meðal kjósenda, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Stjórnarflokkarnir njóta hvor um sig um 25% fylgis. Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur og nýtur um fylgis þriðjungs kjósenda, að því er Sjónvarpið greindi frá í kvöld. 

Spurt hvaða stjórnmálaflokk fólk myndi kjósa ef gengið yrði til kosninga nú. Flestir kváðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokk, eða 32%. Fjórðungur svarenda kvaðst mundi kjósa Samfylkinguna eða 25%. Vinstri græn fengju einnig fjórðung atkvæða og hafa bætt við sig fylgi.

Framsóknaflokkur naut stuðnings 13% svarenda. Aðrir flokkar og framboð fengju um rúm 4%. Þar af var Hreyfingin með 1,7% fylgi. Um 10% kváðust ætla að skila auðu og svipaður hópur tók ekki afstöðu, að sögn Sjónvarpsins. 

Tæplega sjö þúsund manns voru í úrtaki Þjóðarpúls Gallup að þessu sinni. Könnunin var netkönnun og svörun yfir 70%. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert