Fær biðlaun í 16 mánuði

Hvolsvöllur. Hvolsskóli er í forgrunni.
Hvolsvöllur. Hvolsskóli er í forgrunni. www.mats.is

Samkomulag hefur náðst um starfslok fyrrverandi aðstoðarskólastjóra Hvolsskóla á Hvolsvelli en staða aðstoðarskólastjóra var lögð niður í maí. Fram kemur á vef Rangárþings eystra að samið hafi verið um biðlaun í 16 mánuði.

Halldóra K. Magnúsdóttir var aðstoðarskólastjóri Hvolsskóla þegar staðan var lögð niður í vor. Fram kemur á vef sveitarfélagsins, að Halldóra hafi átt að fá greidd biðlaun í 12 mánuði en hún hafi gert frekari kröfur.  

„Án þess að hvorugur aðili viðurkenni rétt hins hefur nú orðið samkomulag um að Halldóra fái greidda fjóra mánuði í viðbót við þá tólf sem fyrirhugaðir voru. Eru þar með allar kröfur niður fallnar á milli aðila hverju nafni sem þær nefnast og aðilar sammála um að aðhafast ekkert sem varpað getur skugga á starfsfrið í Hvolsskóla," segir á vef Rangárþings eystra. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert