Vilja taka lán fyrir vöxtum

Meirihluti þeirra, sem tók þátt í könnun sem Miðlun gerði fyrir Andríki, vildi ekki taka afstöðu til spurningar um hvernig þeir teldu best að ríkissjóður afli þeirra peninga, sem ríkissjóður þarf að leggja Tryggingasjóði innistæðueigenda til á þessu ári verði Icesave-lögin samþykkt.

Spurt var:  Verði Icesave III samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu gerir  fjármálaráðuneytið ráð fyrir að á þessu ári þurfi ríkissjóður Íslands að greiða 26,1 milljarð króna í vexti til Breta og Hollendinga. Hvernig telurðu best að ríkissjóður afli þeirra peninga?

Svörin voru: 

Með skattahækkunum,  8,5%
Með niðurskurði, 15,6%
Með lántöku, 20,9%
Veit ekki / Vil ekki svara, 55%.

Könnunin var gerð 17. mars – 28. mars 2011. Svarfjöldi er 885 einstaklingar.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert