Áfram fundað á morgun

Áfram verður fundað í kjaradeilu Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda …
Áfram verður fundað í kjaradeilu Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum við ríkið.

Fundir stóðu yfir í kjaradeilu Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum við ríkið fram á áttunda tímann í kvöld. Áfram verður fundað í fyrramálið og það látið ráðast eftir gangi viðræðna á morgun hvort áfram verður fundað á sunnudaginn. Verkfall hefst í framhaldsskólum á mánudaginn, hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma.

„Við erum komin að ákveðnum grundvallarspurningum í þessari kjaradeilu og þær voru ræddar í dag,“ segir Ólafur H. Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum. „En það gerðist ekki margt í dag sem þokaði málinu áfram.“

Að sögn Ólafs munu samninganefndir hittast aftur í fyrramálið kl 10. „Það verður látið ráðast eftir því hvernig gengur á morgun,“ segir Ólafur, spurður að því hvort fundir hafi einnig verið skipulagðir á sunnudaginn. „Við munum halda áfram ef við höldum að okkur miði eitthvað áfram.“

Ólafur H. Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum.
Ólafur H. Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum. www.ki.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert