„Takk fyrir Ísland“

Litháar lýstu yfir sjálfstæði landsins 11. mars 1990 og urðu Íslendingar fyrstir til að viðurkenna það í febrúar 1991. Þessu fögnuðu nemendur, kennarar og foreldrar litháískra barna í móðurmálsskólanum Þrír litir á dögunum með því að mynda hjarta úr líkömum sínum.

Slík hjörtu hafa verið mynduð víða um heim undir merkjum litháenska átaksins Föðmum jörðina sem miðar að því að þakka ríkjum heims fyrir að viðurkenna sjálfstæði Litháen á sínum tíma.

„Við tókum að sjálfsögðu þátt í þessu og mynduðum hjarta, einnig þökkuðum við fyrir á litháísku og íslensku,“ segir Jurgita Milleriene sem starfrækt hefur skólann frá 2004 og bætir við að hún vonist til að Íslendingar finni fyrir þakklætinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert