Hafði afskipti af hópamyndun við Hallgrímskirkju

Hallgrímskirkja á Skólavörðuholti í nótt.
Hallgrímskirkja á Skólavörðuholti í nótt. mbl.is/Árni Sæberg

120 mál voru skráð hjá fjórum lögreglustöðvum á höfuðborgarsvæðinu í nótt frá kl. 19. Meðal tilkynninga til lögreglu var hópamyndun fólks á Skólavörðuholti fyrir utan Hallgrímskirkju eins og vanalegt er á áramótum. Hópamyndunin brýtur þó í bága við samkomutakmarkanir stjórnvalda. Lögregla mætti til eftirlits á svæðið.

Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi verið fleiri hópamyndanir sem lögregla þurfti að skipta sér af í gærkvöldi eða nótt.

Fólk safnaðist saman á Skólavörðuholti í nótt um miðnætti.
Fólk safnaðist saman á Skólavörðuholti í nótt um miðnætti. mbl.is/Árni Sæberg

Hann segir mikið hafa verið um hávaðaútköll í heimahúsum „enda líklega fleiri partý í heimahúsum í ár þar sem allir skemmtistaðir voru lokaðir,“ sagði Ásgeir Þór. 

Hann segir ekki hafa komið til þess að telja hafi þurft í húsum hjá fólki enda hávaðaútköll ekki sjálfkrafa tilkynning vegna sóttvarnabrota. Þá segir Ásgeir Þór að almennt hafi fólk tekið vel í ábendingar lögreglu og lofað að taka frekara tillit til nágranna sinna. 

Skólavörðuholt í nótt.
Skólavörðuholt í nótt. mbl.is/Árni Sæberg
Reykur frá flugeldum lagðist yfir Skólavörðuholt í nótt.
Reykur frá flugeldum lagðist yfir Skólavörðuholt í nótt. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert