Rukka ráðuneytið um skýringar

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Sigurður Bogi

ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur sent samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu bréf, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, þar sem ráðuneytið er beðið að útskýra og rökstyðja sína skoðun á reikningsskilum Reykjavíkurborgar síðustu ár.

Borgin hefur, í tíð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra, tiltekið hagnað sem hlýst af eignarhaldi Félagsbústaða ehf. á fasteignum við reikningsskil. Þetta er mögulega í trássi við löggjöf EFTA um reikningsskil og endurskoðun opinberra stofnana, sérstaklega hvað viðkemur fasteignum í eigu hins opinbera. Þannig segir meðal annars í bréfi ESA til ráðuneytisins að borgaryfirvöld í öðrum aðildarríkjum EFTA tiltaki ekki hagnað sem hlýst af fasteignum í þeirra eigu við ársreikningaskil, þar sem það er bannað samkvæmt stöðlum ESA.

Þannig er mál með vexti að fyrirtækjum í einkarekstri er heimilt samkvæmt löggjöfinni að tiltaka hagnað af fasteignum, en ekki opinberum stofnunum. Þannig má leiða að því líkur að afkoma borgarinnar væri töluvert neikvæðari á ári hverju ef farið væri eftir þessum stöðlum EFTA um reikningsskil, sem banna opinberum aðilum að tiltaka hagnað af fasteignum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert