Stefán Logi Sívarsson

Beittu skærum og rafmagnsbyssu

22.7.2015 Grófar líkamsárásir, ólögmæt nauðung, stuldur, ölvunarakstur og fíkniefnabrot er meðal þeirra fjölda brota sem Kristján Markús Sívarsson, annar Skeljagrandabræðra, var fundinn sekur um að hafa framið. Dómur féll yfir honum á mánudaginn, en þetta er fimmtándi dómur hans. Meira »

Neitar að hafa ráðist á Stefán Loga

8.12.2014 Karlmaður á fertugsaldri sem er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás á Stefán Loga Sívarsson í maí í fyrra neitaði sök við þingfestingu málsins í morgun. Meira »

Stefán Logi krefst 7 milljóna

3.12.2014 Ríkissaksóknari hefur ákært 37 ára karlmann fyrir stórfellda líkamsárás á Stefán Loga Sívarsson föstudaginn 17. maí 2013 í Ystaseli í Reykjavík. Stefán Logi hlaut verulega áverka og krefur árásarmanninn um 5 milljónir króna í miskabætur og 2 milljónir vegna tannlæknakostnaðar. Meira »

Greiði milljónir vegna málsins

14.2.2014 Stefán Logi Sívarsson, Stefán Blackburn, Davíð Freyr Magnússon, Hinrik Geir Helgason og Gísli Þór Gunnarsson þurfa ekki aðeins að sitja í fangelsi næstu árin, heldur bíður þeirra einnig greiðsla milljóna vegna skaðabóta og sakarkostnaðar. Meira »

Ekki tekið ákvörðun um áfrýjun

14.2.2014 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Stefáns Loga Sívarssonar sem dæmdur var til 6 ára fangelsisvistar í héraðsdómi Reykjavíkur í dag, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Meira »

„Við það tók líf hans skarpa dýfu“

21.1.2014 Lögmaður Stefáns Loga Sívarssonar fylgdist með því hvernig líf hans tók skarpa dýfu og sá hann falla í fen fíkniefnaneyslu. Hann segir það hafa gerst þegar hann var ranglega dæmdur fyrir nauðgun í janúar 2013. Neysla hans óx frá degi til dags og var Stefán Logi ekki í góðu ástandi í lok júní. Meira »

Sakaði saksóknara um árás

21.1.2014 „Þessi ósmekklega aðdróttun eða árás gæti verið tilefni réttarfarssektar,“ sagði Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Stefáns Blackburn, í málflutningsræðu. Ástæðan var sú að saksóknari upplýsti að eitt vitnið í málinu hefði verið flutt af Litla-Hrauni og draga mætti trúverðugleika þess í efa. Meira »

Vill Stefán Loga í 6 ára fangelsi

21.1.2014 Vararíkissaksóknari fer fram á að Stefán Logi Sívarsson verði dæmdur í 6 ára fangelsi, Stefán Blackburn í fimm og hálft ár og þrír aðrir karlmenn í 3-4 ára fangelsi fyrir að hafa svipt tvo unga karlmenn frelsi sínu, haldið þeim í margar klukkustundir og beitt þá mjög alvarlegu ofbeldi á þeim tíma. Meira »

„Hann var kex, kex, kexruglaður“

13.1.2014 „Hann var alveg út úr kú. Hann var kex, kex, kexruglaður, svo dópaður var hann,“ sagði faðir Stefáns Loga Sívarssonar um karlmann sem fluttur var nauðugur á heimili Sívars, barinn og síðar bundinn fastur við burðarbita í kjallara íbúðar á Stokkseyri. Skýrslutökum í Stokkseyrarmálinu er lokið. Meira »

Inniheldur viðkvæmar upplýsingar

12.12.2013 „Gögnin, sérstaklega eitt vottorðið, eru gögn sem orðin eru til í trúnaðarsambandi ákærða [Stefáns Loga] og læknis sem skoðaði hann. Það vottorð hefur að geyma viðkvæmar persónuupplýsingar sem eiga ekkert erindi inn í þetta mál,“ sagði Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Stefáns Loga Sívarssonar. Meira »

„Erfitt að taka vitnaskýrslu af mér“

11.12.2013 „Það er mjög erfitt að taka vitnaskýrslu af mér,“ sagði ungur maður sem kom fyrir dóm og gaf skýrslu í máli ákæruvaldsins gegn Stefáni Loga Sívarssyni, Stefáni Blackburn og þremur öðrum. Maðurinn bar við að hafa lengi verið í mjög annarlegu ástandi. „Ég er eiginlega bara búinn að vera í hálfgerðu „blakkáti“.“ Meira »

„Þetta er ekki sami strákurinn“

10.12.2013 „Þetta er ekki sami strákurinn og hann var 30. júní,“ sagði faðir ungs karlmanns sem sviptur var frelsi sínu í tæpan sólarhring aðfaranótt 1. júlí síðastliðins og sætti ítrekuðum og alvarlegum barsmíðum á þeim tíma af hendi nokkurra manna. Öðrum degi aðalmeðferðarinnar lauk um klukkan fjögur í dag. Meira »

Ógæfumenn í öldudal

10.12.2013 Annar dagur aðalmeðferðar yfir Stefáni Loga Sívarssyni, Stefáni Blackburn og þremur öðrum er runninn upp. Ákært er fyrir frelsissviptingu og stórfelldar líkamsárásir. Gæfan virðist ekki vofa yfir nokkrum þeim sem að þessu máli kemur og því má jafnvel halda fram að þeir hafi lent í öldudal. Meira »

Óskert umfjöllun úr héraðsdómi

9.12.2013 Meirihluti fjölskipaðs Héraðsdóms Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að ekki verði sett bann við umfjöllun fjölmiðla um málflutning í máli ákæruvaldsins gegn Stefáni Loga Sívarssyni, Stefáni Blackburn og þremur öðrum. Einn af þremur dómurum tók undir með ákæruvaldinu og vildi banna umfjöllun fjölmiðla. Meira »

Vill hefta fjölmiðlaumfjöllun

9.12.2013 Vararíkissaksóknari vill hefta fjölmiðlaumfjöllun úr dómsal í máli ákæruvaldsins gegn Stefáni Loga Sívarssyni, Stefáni Blackburn og þremur öðrum. Telur hann að fréttaflutningur af skýrslutökum gangi gegn hagsmunum hans í málinu þar sem aðrir sem eiga eftir að gefa skýrslu geti lesið það sem fram er komið. Meira »

Dæmdur fyrir árás á Stefán Loga

16.4.2015 Daníel Rafn Guðmundsson var í morgun dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir árás á Stefán Loga Sívarsson í Ystaselsmálinu svokallaða. Þá var honum gert að greiða Stefáni Loga tvær milljónir í bætur. Meira »

Uppeldissaga bræðranna dapurleg

5.12.2014 Skeljagrandabræðurnir svonefndu, Kristján Markús og Stefán Logi Sívarssynir, hafa báðir ítrekað komist í kast við lögin og það frá því þeir voru á barnsaldri. Báðir sitja þeir á bak við lás og slá þessa daganna, Stefán Logi afplánar dóm en Kristján Markús sætir gæsluvarðhaldi. Meira »

Nýverið dæmdur en aftur fyrir dómi

6.3.2014 Karlmaður sem ákærður er fyrir tvær hættulegar líkamsárásir gaf ekki upp afstöðu sína til sakarefnisins við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann óskaði eftir fresti til að kynna sér gögn málsins. Maðurinn var nýverið dæmdur fyrir aðild að Stokkseyrarmálinu svonefnda. Meira »

Óvenju grófar líkamsárásir

14.2.2014 Héraðsdómur Reykjavíkur, sem dæmdi Stefán Loga Sívarsson og Stefán Blackburn í sex ára fangelsi í dag, segir að þegar refsing hafi verið ákveðin verði að hafa í huga að þeir hafi verið sakfelldir fyrir óvenju grófar líkamsárásir sem ekki verði betur séð en í sumum tilfellum hafi verið pyntingar. Meira »

Fengu sex ára dóm

14.2.2014 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Stefán Loga Sívarsson og Stefán Blackburn í sex ára fangelsi fyrir líkamsárásir og frelsissviptingu. Báðir voru sviptir ökuréttindum, Stefán Logi í fjögur ár og Stefán Blackburn ævilangt. Meira »

Aðkoma „Stebbanna“ sama sem engin?

21.1.2014 Verjendur Stefáns Loga Sívarssonar og Stefáns Blackburn gerðu afar lítið úr aðkomu skjólstæðinga sinna að Stokkseyrarmálinu svonefnda en aðalmeðferð í því lauk undir kvöld. Báðir bera „Stebbarnir“ eins og þeir hafa jafnan verið nefndir við aðalmeðferðina við minnisleysi að miklum hluta. Meira »

„Sjúklegt hugarfar og mikil mannvonska“

21.1.2014 Réttargæslumaður ungs karlmanns sem sætti ofbeldi eftir að hafa átt vingott við barnsmóður Stefáns Loga Sívarssonar segir að mikil mildi hafi verið að hann hafi sloppið lifandi frá árásunum og í raun aðeins tilviljun sem réði því. Lífsreynslan hafi verið hræðileg og maðurinn muni bera hennar merki alla ævi. Meira »

Reynt að þagga niður í vitnum

21.1.2014 Fjölskipaður héraðsdómur í máli ákæruvaldsins gegn Stefáni Loga Sívarssyni, Stefáni Blackburn og þremur öðrum verður að líta að miklu leyti til framburðar hjá lögreglu. Vitni hafi dregið mjög úr framburði sínum fyrir dómi vegna hótana. Þetta sagði saksóknari við munnlegan málflutning í morgun. Meira »

„Myndi þekkja sjálfan mig“

20.12.2013 Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Stefáni Loga Sívarssyni, Stefáni Blackburn og þremur öðrum hélt áfram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Tvö vitni gáfu skýrslu og snerist þinghaldið að mestu um líkamsárás sem aðeins Stefán Blackburn er ákærður fyrir. Meira »

„Ætlaði að stinga mig með risa hníf“

11.12.2013 Þar sem nú tekur við níu daga hlé á aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Stefáni Loga Sívarssyni, Stefáni Blackburn og þremur öðrum er ekki úr vegi að líta yfir farinn veg og skoða nokkur ummæli sem féllu í skýrslutökum yfir sakborningum í málinu. Meira »

Hýðingaráverkar vöktu mesta athygli

11.12.2013 Læknir sem tók á móti ungum manni sem bar að sér hefði verið rænt af heimili sínu og þurft að sæta langvarandi ofbeldi kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur eftir hádegið, þegar aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Stefáni Loga Sívarssyni, Stefáni Blackburn og þremur öðrum hélt áfram. Meira »

Barnsmóðir Stefáns lét sig hverfa

10.12.2013 Barnsmóðir Stefáns Loga Sívarssonar kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun þegar aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn honum, Stefáni Blackburn og þremur öðrum hélt áfram. Konan lýsti ofbeldi Stefáns Loga gegn sér og sagði að hann hefði hótað að drepa dóttur þeirra. Meira »

Skyndikynni breyttust í martröð

9.12.2013 „Þarna var ég búinn að sætta mig við að þetta væri búið,“ sagði ungur maður sem sviptur var frelsi sínu í tæpan sólarhring og þurfti á þeim tíma að þola skelfilegar barsmíðar auk þess að vera þvingaður til að taka óþekkt lyf. Sökin var sú að hann hitti stúlku í gleðskap og sængaði hjá henni. Meira »

Bílslys skerti minni Blackburns

9.12.2013 „Ég næ ekki að framkalla neina myndræna mynd af því að hafa gert þessa hluti.“ Þetta sagði Stefán Blackburn spurður út í ákæruatriði á hendur honum. Skýrslutökunni var svo gott sem sjálfhætt eftir þetta. „Ég kannast ekki við þetta mál,“ sagði hann og ítrekaði svo svar sitt við hverja spurningu. Meira »

„Ætluðu að ganga í augun á mér“

9.12.2013 „Það eina sem mér dettur í hug er að þeir ætluðu að ganga í augun á mér,“ sagði Stefán Logi Sívarsson spurður að því hver ástæðan gæti verið fyrir því að karlmaður var sviptur frelsi sínu, stunginn með óhreinum sprautunálum og ítrekað með skrúfjárni. Stefán Logi neitar alfarið sök í málinu. Meira »