Wow Glacier 360

Komin í mark eftir 290 kílómetra

13.8. Fjalla­hjól­reiðakeppn­inni WOW Glacier 360 lauk fyrr í dag þegar keppendur hjóluðu frá Hveravöllum í mark fyrir ofan Gullfoss. Í keppn­inni var hjólað í kring­um Lang­jök­ul á þrem­ur dög­um, sam­tals 290 kíló­metra. Dag­leiðirn­ar voru á bil­inu 85 til 111 km lang­ar. Meira »

„Meiriháttar ævintýri“ í fjallahjólreiðum

11.8. Brynhildur Georgsdóttir og Erla Aðalsteinsdóttir tóku þátt í WOW Glacier 360 fjallahjólreiðakeppninni í fyrra sem eitt af þremur kvennaliðum. Brynhildur segir keppnina hafa verið „meiriháttar ævintýri“ og nefnir þar einstakt landslagið, umgjörð keppninnar sem var til fyrirmyndar og góðan liðsanda. Meira »

Hálendi Íslands frá öðru sjónarhorni

3.8. Fjallahjólreiðakeppnin WOW Glacier 360 fer fram í annað sinn dagana 11.-13. ágúst. Í ár eru 88 þátttakendur sem er um 40% aukning frá keppninni í fyrra þegar 62 tóku þátt. Er keppnin að hluta ævintýraferðamennska þar sem keppendur kynnast landslagi Íslands á einstakan hátt. Meira »

Keppt í þriggja daga fjallahjólreiðum

21.7. Fjallahjólakeppnin WOW Glacier 360 fer fram í annað sinn á Íslandi dagana 11.-13. ágúst en hjólað er umhverfis Langjökul á þremur dögum. Eingöngu er keppt í pörum og er þetta eina fjöldaga fjallahjólakeppnin á Íslandi. Meira »

Mikill hiti í keppni fremstu liða

18.8.2016 Fjallahjólreiðakeppnin Glacier 360° hélt áfram í dag og voru keppendur ræstir klukkan 9:00 í morgun. Hjólað var upp á Arnarvatnsheiði í gegnum hraunfláka, ár og yfir allar mögulegar hindranir að því er segir í fréttatilkynningu. Fyrir höndum var 111 kílómetra hjólaleið með tæplega 1.700 metra hæðarmun. Meira »

Hjóla frá Húsafelli á Hveravelli

12.8. Fjallahjólreiðakeppnin WOW Glacier 360 er í fullum gangi en keppnin hófst í gær. Hjólað verður frá Húsafelli inn á Hveravelli í dag. Meira »

Hugsa bara um að hjóla og njóta

10.8. „Þetta er eitthvað sem allir sem eru eitthvað að hjóla ættu að prófa,“ segir Bergur Benediktsson um hjólreiðakeppnina WOW Glacier 360 en hann tekur þátt í annað sinn í ár. Í keppninni kynnast keppendur landslagi Íslands á einstakan hátt þegar þeir hjóla um hálendi Íslands á þremur dögum. Meira »

Hjóla í þrjá daga samfleytt

27.7. Fyrirtækið Made in Mountains stendur fyrir Glacier 360-fjallahjólakeppninni sem fram fer dagana 11.-13. ágúst. Um er að ræða fyrstu stigakeppnina sem haldin er hérlendis eftir að Ísland var samþykkt inn í alþjóðahjólreiðasambandið. Keppendur munu hjóla í þrjá daga, meðal annars meðfram Langjökli. Meira »

Þriðja sæti þrátt fyrir sprungin dekk

19.8.2016 Allir keppendur nema einn komu í mark við Gullfoss að lokinni þriðju og síðustu dagleið Glacier 360° umhverfis Langjökul í dag. Það var Team Hardrocx Abax by Swix sem hafnaði í fyrsta sæti. Meira »

Hjóla umhverfis Langjökul

16.8.2016 Fjallahjólakeppnin Glacier 360° hefst á miðvikudaginn en keppnin er ein umfangsmesta keppni sinnar tegundar á Íslandi. 62 keppendur eru skráðir til leiks og eru á fjórða tug keppenda erlendir fjallahjólreiðagarpar sem leggja leið sína til Íslands fyrir keppnina. Meira »