Kunningjasamfélagið Ísland

Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, Lars Christensen og Carsten Valgreen,á …
Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, Lars Christensen og Carsten Valgreen,á fundi viðskipta- og hagfræðinga hér fyrir rúmum tveimur árum mbl.is/Árni Sæberg

Ísland er lítið kunningjasamfélag þar sem allir þekkja alla, segir Carsten Valgreen hagfræðingur hjá Benderly Economics í viðtali við vefvarp Børsen í dag. Hann segir helstu kaupsýslumenn Íslands þekkist og þeir hafi lánað hver öðrum háar fjárhæðir. Vegna þessa kunningjasamfélags gat þessi svikamylla (pyramidespillet) náð þeim hæðum sem raun ber vitni.

Rætt var við Valgreen vegna lekans á lánabók Kaupþings á Wikileak.com og þær upplýsingar sem þar koma fram um viðskiptahætti bankans.

Valgreen þekkir ágætlega til á Íslandi en hann var áður yfirhagfræðingur hjá Den Danske Bank og kom meðal annars að gerð skýrslu sérfræðinga bankans, Geyser Crises, og viðbrögð við henni hér á landi. 

Hægt er að horfa á viðtalið við Valgreen hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK