Metár hjá Jaguar Land Rover

Mikill uppgangur var hjá bílaframleiðandanum Jaguar Land Rover á seinasta …
Mikill uppgangur var hjá bílaframleiðandanum Jaguar Land Rover á seinasta ári. Friðrik Tryggvason

Breski bílaframleiðandinn Jaguar Land Rover setti sölumet á seinasta ári en hann seldi 425.006 bíla. Það er aukning upp á nítján prósent frá árinu 2012.

Salan jókst í öllum heimsálfum og var met sett í 38 löndum, að því er fram kemur í tilkynningu frá bílaframleiðandanum, en AFP greinir frá.

„2013 hefur reynst vera mjög jákvætt ár fyrir Jaguar Land Rover sem þakka má mikilli og viðvarandi eftirspurn eftir bílum um allan heim,“ sagði forstjórinn Ralf Speth.

Í Asíu jókst salan um þrjátíu prósent, 21 prósent í Norður-Ameríku, 14% á Bretlandi og jókst hún um sex prósent í Evrópu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK