Handteknir vegna 21 árs gamals morðmáls

Lögregla á Bretlandseyjum hefur handtekið sex karlmenn, þar á meðal núverandi lögreglumann hjá Scotland Yard, í tengslum við morð sem framið var fyrir 21 ári. Þetta kemur fram á fréttavef Sky News.

Daniel Morgan, sem starfaði sem einkarannsóknarmaður, fannst myrtur á bílastæði utan við krá í Sydenham árið 1987. Hafði hann verið sleginn í höfuðið með öxi. Skömmu áður hafði hann setið að drykkju með Jonathan Rees, vinnufélaga sínum. Rees er í hópi þeirra, sem nú hafa verið handteknir.

Annar er Sid Filley, fyrrverandi lögreglumaður, sem tók þátt í upphaflegu morðrannsókninni og fékk síðar starfið sem Morgan gegndi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert