Á annað hundrað leita að rjúpnaskyttu

Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur þátt í leitinni.
Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur þátt í leitinni. mbl.is/Kristinn

Um 150 björgunarsveitarmenn leita nú í Árnessýslu að rjúpnaskyttu um sem ekkert hefur spurst til frá því í hádeginu í gær. Skv. upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu hafa engar vísbendingar borist um hvar maðurinn sér niðurkominn.

Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina. Hún sneri aftur til Reykjavíkur fyrr í dag til að taka eldsneyti, en hún er væntanleg aftur á leitarsvæðið innan skamms. Auk hennar eru leitarhundar björgunarsveitarmönnunum til halds og trausts. Björgunarsveitir frá Borgarfirði og allt austur að Hvolsvelli taka þátt í leitinni. 

Leitarsvæðið, sem er hátt í 80 ferkílómetrar að stærð, er erfitt yfirferðar. Kalt er í veðri, en heiðskírt og bjart. Það fer hins vegar að rökkva á leitarsvæðinu á fimmta tímanum í dag. Að sögn Landsbjargar á að nýta birtuna eins og hægt er. Í framhaldinu verður svo tekin ákvörðun um áframhaldið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert