Skátar fluttir í fjöldahjálparmiðstöð

Opið á Úlfljótsvatni

8.9. Útilífsmiðstöð skáta að Úlfljótsvatni hefur nú opnað aftur eftir þriggja vikna lokun í kjölfar nóróveirusýkingar sem herjaði á erlenda skáta sem þar dvöldu. Meira »

Síðustu skátarnir á leið heim

15.8. Síðustu skátahóparnir sem dvöldu á Úlfljótsvatni þegar nóró-veirusýking kom þar upp í síðustu viku eru á leið heim í fyrramálið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. hreinsunarstarf taki við í framhaldinu og stefnt að því að staðurinn opni aftur eftir þrjár vikur. Meira »

Þrifum á Grunnskólanum í Hveragerði lokið

15.8. Þrifum á sóttvarnarstöðinni í Grunnskólanum í Hveragerði lauk í gærkvöldi. Komið var á fót fjöldahjálparstöð í grunnskóla bæjarins fyrir helgi eftir að 67 skátar sem dvalið höfðu á Úlfljótsvatni smituðust af nóró-veirunni. Meira »

„Aldrei séð eins ánægt fólk“

13.8. Lygilega vel hefur gengið að halda uppi góðum anda í skátahópunum sem veiktust af nóró-veiru á Úlfljótsvatni. Þetta segir Elín Esther Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Úlfljótsvatns, í samtali við mbl.is. „Við höfum stærsta hlutann búið við óvissuástand og það hefur enginn gaman af því að vera innilokaður og vita ekki hvað tekur við.“ Meira »

Fyrsti hópurinn snúi aftur í kvöld

12.8. Ráðgert er að fyrsti hópurinn af erlendum skátum snúi aftur á Úlfljótsvatn í kvöld, eftir að 180 skátar voru fluttir þaðan í fjöldahjálparstöð í Hveragerði í kjölfar þess að nóró-sýking kom upp í hópnum. Meira »

Skátarnir fegnir að komast út í sólina

12.8. „Við erum að undirbúa hádegismat fyrir fólkið okkar í fjöldahjálparstöðinni og erum að útskrifa alla þá sem hafa verið einkennalausir síðustu átta tíma. Það verða þá sex eftir í húsi þegar sá hópur fer,“ segir Fjóla Einarsdóttir, svæðisfulltrúi Rauða krossins á Suðurlandi. Meira »

Vilja útskrifa alla nema sex

11.8. Byrjað er að útskrifa fyrstu hópana af skátunum sem veiktust af nóró-veiru. Enn eru þó vandræði með húsnæði fyrir þá hópa þar sem Úlfljótsvatn er lokað. Þetta segir Hermann Sigurðsson framkvæmdastjóri BÍS. Stefnan er að fara aftur á Úlfljótsvatn á sunnudagskvöld. Meira »

50-70 manns hreinsa við Úlfljótsvatn

11.8. Um 50-70 manns munu taka þátt í hreinsunarstörfum við Úlfljótsvatn um helgina. Í dag verða þrifin undirbúin og munu þau hefjast á morgun. Gert er ráð fyrir að þeim ljúki einhvern tímann á sunnudag. Meira »

„Ekkert hættuástand hér“

11.8. Það er alveg öruggt í Hveragerði segir Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins í samtali við mbl.is, úr nokkurra metra fjarlægð við blaðamann. Brynhildur segir „ekkert hættuástand“ á vera á svæðinu. Meira »

Niðurstaða sýna ekki fyrr en eftir helgi

11.8. Ekkert mun koma úr sýnunum frá Úlfljótsvatni fyrr en í fyrsta lagi eftir helgi. Þetta segir Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta. Starfsfólk heilbrigðiseftirlitsins tekur nú sýni á svæðinu við vatnið og verða þau svo send í greiningu til Reykjavíkur. Meira »

„Þurfum að fylgjast með fólkinu“

11.8. „Tekin verður ákvörðun þegar líða tekur á daginn með framhaldið. Við þurfum að ráðfæra okkur við sóttvarnarlækna og þartilbæra aðila í þeim efnum. Við erum að sama skapi að bíða eftir niðurstöðum úr ræktunum til þess að komast að því hvað nákvæmlega er um að ræða.“ Meira »

Gestur bar veiruna með sér

29.8. Neysluvatnið á útivistarsvæðinu á Úlfljótsvatni er ómengað og olli ekki magakveisunni sem gekk yfir svæðið á dögunum. Vatnssýni voru send til Finnlands og niðurstöður þaðan staðfesta að vatnið er hreint og hæft til drykkjar. Meira »

Tíu með nóró-veiruna á Úlfljótsvatni

15.8. Tíu manns, þarf af einn starfsmaður, eru nú með nóró-veiruna á Úlfljótsvatni. Þetta staðfestir Elín Esther Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Úlfljótsvatn. Hinir níu sem veikir eru dvöldu í fjölda­hjálp­ar­stöð í Hvera­gerði um síðustu helgi. Meira »

Fimm skátar orðnir veikir

14.8. Veikindi hafa komið upp hjá nokkrum skátum sem dvöldu í fjöldahjálparstöð í Hveragerði um síðustu helgi en einkennin eru þau sömu og hjá þeim sem veiktust aðfararnótt föstudags að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni, uppköst og niðurgangur. Meira »

Fjöldahjálparstöðinni lokað

13.8. Allir þeir sem veiktust af nóróveiru á útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni hafa nú verið útskrifaðir af fjöldahjálparstöðinni í Hveragerði og henni verið lokað. Þar er nú unnið að sótthreinsun og standa vonir til að þeirri vinnu ljúki eigi síðar en á morgun. Meira »

Fjórir enn með einkenni

12.8. Viðbragðsaðilar sem vinna við fjöldahjálparstöðina í Hveragerði funduðu nú klukkan 17. Fjórir einstaklingar eru enn með einkenni og sá fimmti bíður þess að ná tímamörkum í útskrift. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Yngsti sem veiktist er níu ára

11.8. Líkur eru á að nóró-veiran sem 63 skátar veiktust af á Úlfljótsvatni hafi smitast í gegnum mat eða drykk. Sá yngsti sem veiktist er 9 ára og mest voru það börn og unglingar sem veiktust. Þetta segir Sigurður Hjörtur Kristjánsson umdæmislæknir sóttvarna á Suðurlandi. Meira »

Magakveisan stafar af nóró-veiru

11.8. Magakveisan stafar af nóró-veiru. Þetta staðfestir Hermann Sigurðsson, framkvæmdarstjóri BÍS. Í gærkvöldi kom upp skæð maga­k­veisa í skátabúðunum við Úlfljótsvatn. Í kjölfarið var 181 skáti og 15 starfs­menn búðanna færðir í sóttkví og haf­ast þeir nú við í fjölda­hjálp­ar­stöð í Hvera­gerði. Meira »

Allir starfsmennirnir í sóttkví

11.8. Allir starfsmenn Útilífsmiðstöðvar skáta sem viðstaddir voru í gærkvöldi eru nú í sóttkví í grunnskólanum í Hveragerði. Einn starfsmannanna sýndi einkenni. Meira »

Gleymdir skátar bættust í hópinn

11.8. Sex skátar hafa bæst í hóp þeirra erlendu skáta sem hafast við í fjöldahjálparmiðstöð sem komið var upp í grunnskólanum í Hveragerði eftir að skæð magakveisa kom upp í skátabúðum á Úlfljótsvatni. Meira »

Úlfljótsvatni lokað fram yfir helgi

11.8. Tekin hefur verið ákvörðun um að loka Úlfljótsvatni fram yfir helgi vegna magakveisu sem kom upp hjá erlendum skátum sem þar höfðust við. Fram kemur í fréttatilkynningu að heilbrigðiseftirlitið vinni að því að taka sýni og gera úttekt á staðnum. Meira »

Tugir skáta veiktust hastarlega

11.8. Magakveisa hefur herjað á erlenda skáta sem hafa dvalið í Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni undanfarna daga. Alls hafa 62 skátar veikst. Orsakir eru ókunnar en talið er að um nóróveiru sé að ræða. Yfir 170 skátar voru fluttir í fjöldahjálparmiðstöð í Hveragerði en skátarnir eru 10-25 ára. Meira »