Bikarsigurinn stærsta stundin

Breiðablik náði sínum næstbesta árangri á Íslandsmótinu í fyrra þegar liðið endaði í annað sinn í öðru sæti úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, og fékk fleiri stig en þegar það varð Íslandsmeistari 2010.

Miðjumaðurinn Oliver Sigurjónsson segir að enginn stefni á lakari árangur, sá sem geri það þurfi að hugsa sinn gang, og klisjan segi að einungis eitt sæti sé í boði. Hann segir Blikaliðið nokkuð vel undirbúið og vel mótíverað fyrir sumarið.

Stuðningsmaðurinn Andrés Pétursson spáir því að Blikar endi í öðru sæti deildarinnar og verði bikarmeistarar. Liðið hafi byrjað rólega á undirbúningstímabilinu en farið vaxandi og vonandi næði það að toppa á réttum tíma. Hann segir að bikarsigur Blika árið 2009 sé stærsta stundin, þá hafi liðið unnið sinn fyrsta alvöru titil, og það hafi svo að sjálfsögðu verið mjög ánægjulegt að vinna Íslandsmeistaratitilinn árið eftir.

Mbl.is heimsótti Oliver og Andrés á Kópavogsvöll þar sem Blikar mæta Víkingi frá Ólafsvík í fyrstu umferðinni annað kvöld og í myndskeiðinu má sjá og heyra allt sem þar bar á góma.

KR: Grét í stúkunni og dreymir að spila með KR.
Stjarnan: Silfurskeiðin mætir í jarðarför Miðjunnar.
Valur: Snýst ekki um kaffi og kleinur í ár.
Fjölnir: Í Fjölni eru allir stjörnur.
ÍA: ÍA er eins og fasteignaverðið.
Fylkir
: Hemmi er enginn vitleysingur.
Víkingur R.
: Tilbúinn til að hjálpa þjálfaranum.

ÍBV. - Finna von­andi gell­ur í Eyj­um
Vík­ing­ur Ólafs­vík
 - Vill að Vík­ingsliðin spili um nafnið .

Þrótt­ur Reykja­vík - Vinn­um FH og end­um í fjórða sæti.

Guðmundur Atli Steinþórsson og Arnór Sveinn Aðalsteinsson fagna marki í …
Guðmundur Atli Steinþórsson og Arnór Sveinn Aðalsteinsson fagna marki í Lengjubikarnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert