Körlum mismunað í skemmtanalífinu

Danskir karlmenn upplifa fremur en fólk af erlendum uppruna að þeim sé mismunað í dönsku  skemmtanalífi samkvæmt nýrri könnun Catinét. Fólk af erlendum uppruna fær hins vegar fremur slíka tilfinningu í hversdagslífinu í Danmörku. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Samkvæmt könnuninni finnst 15% Dana þeir verða fyrir mismunum í dönsku  skemmtanalífi en 10% fólks af erlendum uppruna finnst því vera mismunað.„Það fer í taugarnar á körlum að konur skuli hvað eftir annað fá ókeypis aðgang að skemmtistöðum og ókeypis drykki og að karlar njóti ekki sömu fríðinda. Það ver vel hægt að lít á slíkt sem mismunun,” segir Jacob Hougaard, borgarstjóri Kaupmannahafnar í innflytjenda og aðlögunarmálum.

Samkvæmt könnuninni finnst 27% innflytjenda  og 11% Dana þeir verða fyrir mismunun dags daglega.

„Það er mikilvægt að vera meðvitaður um þá mismunun sem fólk upplifir hversdagslega, þar sem hún skiptir viðkomandi meira máli” segir Hougaard.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert