Katsav í fangelsi

Katsav á leið í fangelsið umkringdur fjölmiðlamönnum.
Katsav á leið í fangelsið umkringdur fjölmiðlamönnum. Reuters

Moshe Katsav, fyrrum forseti Ísraels, hóf í morgun að afplána 7 ára fangelsisdóm, sem hann fékk fyrir nauðgun. Áður en hann fór inn í fangelsið sakaði hann Ísraelsríki um að taka saklausan mann af lífi.

Katsav, sem er 66 ára, var dæmdur í desember í fyrra fyrir að nauðga tveimur konum, sem störfuðu á skrifstofu hans þegar hann gegndi ráðherraembætti. Þá var Katsav fundinn sekur um að hafa áreitt tvær aðrar konur kynferðislega á árunum 2000-2007.

Katsav er hæst setti ísraelski embættismaðurinn, sem hefur þurft að afplána fangelsisdóm.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert