Bretar hefja loftárásir

Tornado GR4
Tornado GR4 AFP

Herþotur Breta hafa þegar hafið loftárásir í Sýrlandi en aðeins nokkrum klukkustundum eftir að breska þingið samþykkti að taka þátt í loftárásum á búðir Ríkis íslams í Sýrlandi fóru fjórar RAF Tornado herþotur af stað frá Akrotiri á Kýpur til Sýrlands.

Breska varnarmálaráðuneytið hefur staðfest að fyrstu árásirnar hafi verið gerðar í nótt. Alls greiddu 397 þingmenn atkvæði með loftárásunum en 223 voru á móti.

Tvær af þotunum snéru aftur til Kýpur þremur tímum síðar en skotmörk þeirra voru sex á olíusvæði sem er undir stjórn Ríkis íslams í austurhluta Sýrlands. Varnarmálaráðuneytið staðfestir að Bretar hafi tekið þátt í árásum.

Frétt BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert