Gagnrýndu frestun þingfundar

Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu harðlega fundarstjórn forseta Alþingis í upphafi þingfundar, og sérstaklega að fundi hafi verið frestað í morgun. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kallaði ESB-málið djúpsprengju sem kastað er inn í þingið og sagði utanríkismálanefnd klofna í fimm hluta.

Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði það vilja sjálfstæðismanna að klára öll stór mál þannig að sómi sé að fyrir þingið. Að fresta þingfundi vegna fundar utanríkismálanefndar gangi hins vegar ekki upp. Enda hafi fundur nefndarinnar ekki staðið yfir.

Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði ljóst að öll helstu og stærstu mál ríkisstjórnarinnar séu í uppnámi og farvegur þeirra breytist á mínútufresti. Greinilegt sé að ríkisstjórn viti ekki hvernig á að ljúka málum.

Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, sagði rétt að óskað hefði verið eftir því að fresta upphafi þingfundar. Það hafi verið vegna þess að fundur nefndarinnar hafi dregist. Það sé hins vegar rétt að fundinum hafi lokið áður en þingfundur átti að hefjast, þ.e. kl. 10.30.

Á fundinum voru tvö stór mál til umræðu, ESB og Icesave.

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði það einnig undarlegt að forsætisráðherra og fjármálaráðherra væru ekki viðstaddir óundirbúinn fyrirspurnartíma, enda líklegt að flestar spurningar væntanlega til þeirra.

Forseti Alþingis sagði það hafa verið ljóst í gær að ráðherrarnir yrðu ekki viðstaddir, en gaf engar skýringar frekari á fjarveru þeirra.

mbl.is

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær