Mexíkósúpa á mettíma og of mikið brúnkukrem

21.9. Tobba setti á sig of mikið brúnkukrem í stresskasti og Þóra fór í ljótan jakka. En það er ekkert hægt að setja út á veitingarnar þótt kokkarnir hafi litið illa út. Meira »

Svindlað í saumaklúbb: Rammáfeng ostakaka

15.9. Það er komið að því. Svindlað í saumaklúbb hefur göngu sína og í fyrsta þættinum kennum við ykkur hvernig á að breyta Mexíkó grýtu í enchilladas. Það er í senn sáraeinfalt og afskaplega bragðgott svo að ekki sé fastar að orði kveðið. Meira »

Systurnar prufukeyra „eldhúsgræjuna sem öllu breytir“

29.7. Systurnar Katla og María Krista Hreiðarsdætur eru miklir snillingar eins og margir vita en þær eru konurnar á bak við verslunina Systur og makar sem er í Síðumúlanum. Að auki eru þær með Krista Design og Volcano Design sem þær selja einmitt í verslun sinni. Systunar eru þekktar fyrir að vera afskaplega skemmtilegar og skapandi og fylgjendur þeirra á Snapchat skipta þúsundum. Meira »

Grillað með Tobbu: Svona grillar þú nautalund

28.7. Margir mikla það fyrir sér að grilla nautalund enda nánast eins og að grilla gullstöng - svo dýrar hafa þær oft verið. En landslagið á kjötmarkaði hefur því betur tekið miklum breytingum og hægt er að fá nautalundir á frábæru verði. Meira »

Landsliðs-bernaise og stórkostlegt nautakjöt

21.7. Landsliðskokkurinn Kara Guðmundsdóttir mætir í þriðja þátt Grillað með Tobbu og kennir þar réttu handdtökin við meðferð og grillun nautakjöts. Hún ákvað að grilla rib-eye-steik og gera bernaise-sósu eftir kúnstarinnar reglum. Meira »

Grillað með Tobbu: Ævintýralega auðvelt og gott

14.7. Gestur þáttarins er Rut Helga­dótt­ir mat­gæðing­ur, en Rut rek­ur Bita­kot og rit­stýrði Gest­gjaf­an­um um ára­bil. Rut sýnir hér og sannar af hverju hún er ókrýnd matardrottning Íslands en réttirnir eru í senn einstaklega bragðgóðir, ævintýralega spennandi og merkilega auðveldir í framkvæmd. Meira »

Svona eldar þú fullkominn heilan kjúkling

26.6. Landsliðskokkurinn Viktor Örn Andrésson kennir hér hvernig má elda á auðveldan máta hin fullkomna kjúkling! Afraksturinn var ákaflega safaríkur og bragðgóður og fyrirhöfnin var lítil sem engin. Meira »

Grilluð partýpítsa - myndband

12.5. Hættu að grilla sömu kóteletturnar og flippaðu smá með okkur á Matarvefnum í sumar. Við ætlum að kenna þér að grilla allskonar gúmmelaði og jafnvel færa okkur á ævintýralegri nótur á komandi vikum. Við byrjum á pítsahálfmánum sem eru tilvaldir í Eurovisionpartýið. Meira »

Landið liggur á hliðinni yfir þessari græju

12.4. Landið liggur á hliðinni yfir þessari græju – en virkar hún? Árni Matt, tæknitröll Morgunblaðsins, tók þátt í stórhættulegum eldhúsgjörningi í Tilrauneldhúsi Tobbu. Meira »

Steiktur þorskur að hætti Leifs

3.4. Mánudagsfiskurinn er auðveldur þorskréttur með linsubaunum að hætti Leifs Kolbeinssonar meistarakokks.  Meira »

Steiktur þorskur með myntu- og basilsósu

20.3. Mánudagsfiskurinn þarf ekki að vera annað en veislumáltíð. Hér er einföld og ljúf uppskrift eftir Leif Kolbeinsson sem oftast er kenndur við Kolabrautina. Meira »

Geggjuð grillráð frá fagmönnum

7.7. Í tilefni þess að fyrsti þátturinn af Grillað með Tobbu fer í loftið ætlum við á Matarvefnum að gefa veglega nýsjálenska nautalund frá Nettó ásamt kolagrilli frá Mustang sem einnig er selt í Nettó. Smelltu hér til að taka þátt. Meira »

Satay-kjúklingaspjót sem trylla

7.6. Viktor Örn Andrésson, landsliðskokkur og kjúklingameistari, er gestur í eldhúsi Matarvefjarins næstu miðvikudaga. Hér kennir hann okkur að elda stórkostleg kjúklingaspjót sem svíkja engan. Sjálf hef ég gert þau nokkrum sinnum og er á því að þetta séu bestu kjúklingaspjót sem ég hef smakkað! Meira »

Matardiskar sem hægt er að negla með - myndband

24.4. Tilraunaeldhúsinu barst ábending um diskarnir væru svo sterkir að hægt væri að negla með þeim nagla. Við reyndum...  Meira »

Eldhúsdólgarnir: besti morgunmatur í heimi

5.4. Það kostar klink að útbúa heilan lítra af heimagerðri jógúrt og hnetutoppurinn toppar hvað sem er. Eldabuskurnar eru þó afskaplega ruglaðar en þær vilja vel. Meira »

Ofnbakaður gullkarfi með Ísbúa-kryddjurtasmjöri

27.3. Gullkarfi er nýlegur í verslunum landsins en hann þykir einstaklega góður fiskur. Þessi uppskrift er fljótleg og mjög góð en kryddsmjörið er alger nelga! Meira »

Eldhúsdólgarnir: Bernaise-sósa í blandara

16.3. Það gekk á ýmsu í eldhúsinu, ég er enn með brunasár en lærði að gera bernaise-sósu á fáránlega stuttum tíma og það í blandara! Meira »