Kynlífstæki eða eldhústæki?

13.2. Í Tilraunaeldhúsi Tobbu gengur ýmislegt á en þar eru skoðuð grunsamleg tól og tæki. Fyrsta tólið sem tekið var til skoðunar var gjöf frá vinkonu Tobbu en samstarfsmönnum hennar stóð ekki á sama og sumir vildu meina að þetta væri alls ekki eldhústæki! Meira »

Lang besti lakkrísísinn

29.12. Áramótabomban er mætt! Lakkrískúluís með piparkroppi. Þessi ís er líklega besti lakkrísís sem ég hef smakkað. Allavega er barist um síðustu skeiðina í þeim boðum sem ég hef boðið upp á hann. Það er líka gott að gera tvöfalt magn af lakkrísblöndunni og nota hana sem íssósu. Meira »

Bailey's saltkaramellukonfekt og íssósa

23.12. Í þessum næstsíðasta þætti af Súkkulaði á 60 sekúndum hendum við í unaðslegt konfekt fyllt með saltri Bailey's karamellu. Fyrir utan hvað fyllingin er stórkostlega góð þá er hún ein og sér snilld sem sósa út á hátíðarísinn eða á tertur. Meira »

Nizza-trufflur með heslihnetum

21.12. Nizzaheslihnetusúkkulaðismjör er algjör dásemd. Ekki versnar það þegar suðusúkkulaði, hnetusmjör og rjómi bætast við – það köllum við gott partý! Þessar trufflur eru fljótlegar og mjög góðar. Ekki bara slefa – skelltu í þessar dúllur. Meira »

Ostakaka með tvöföldu súkkulaði og bismark

17.12. Í þessari uppskrift hittist hvítt súkkulaði, bismark brjóstsykur, dökkt súkkulaði og rjómaostur. Þetta er því fjórföld hamingja. Ég bauð vinnufélögunum að smakka tertuna sem hvar á örfáum sekúndum. Ekki hugsa - bara baka. Ég myndi ekki láta næsta sólhring líða án þess að skella í þessa elsku. Meira »

Súkkulaði á 60 sek - Piparkökutrufflur

13.12. Piparkökur eru ómissandi á jólunum en kannski ekki beint mjög nýstárlegar. Eða hvað? Í 2. þætti af Súkkulaði á 60 sekúndum fá piparkökur æðra hlutverk í jólatrufflum sem innihalda aðeins 3 innihaldsefni og eru mjög auðveldar í gerð. Meira »

Hoppandi Jón sendiherrans

8.11. Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi Robert Cushman Barber er litríkur og skemmtilegur maður. Hann elskar Ísland og góðan mat. Við kíktum í heimsókn í eldhúsið hjá honum en Robert er duglegur að bjóða fólki heim til sín í mat. Meira »

Fylltur kjúklingur með brie og perum

19.10. Sætar bakaðar perur, mjúkur brie ostur, stökkar valhnetur, sætt hunang og kryddaður rósmarín keimur. Stórkostlegt ævintýr fyrir bragðlaukana! Meira »

Svo miklu meira en jólamatur

28.7. Í þætti dagsins af Korter í kvöldmat töfrar Óskar fram ekki eina, heldur tvær eldsnöggar uppskriftir sem báðar innihalda það sem allir elska; hamborgarhrygg. Annars vegar opna samloku fyrir fullorðna, með hleyptu eggi og hamborgarhrygg, og hins vegar tartalettur fylltar með hamborgarhrygg, sveppum og sætum kartöflum. Meira »

Eins grískt og það getur orðið

21.7. „Fáir gera lambalæri jafn-vel og Grikkir og ég ætla að sýna ykkur eina ótrúlega einfalda uppskrift. Þetta verður eins grískt og það getur orðið,“ segir Óskar kokkur í þætti dagsins af Korter í kvöldmat. Með lærinu ber Óskar fram stökka kartöflubáta, sumarlega sósu og að sjálfsögðu grískt salat. Meira »

Bráðholl og bragðmikil súpa

14.7. „Ég ætla að sýna ykkur ótrúlega einfalda súpu. Hún er bragðmikil, og full af grænmeti og lambakjöti. Eitthvað sem öllum þykir gott!“ segir Óskar kokkur sem töfrar fram girnilega og bráðholla súpu í þætti dagsins af Korter í kvöldmat. Meira »

Taílensk bragðbomba með íslensku hráefni

7.7. Rétturinn sem Óskar kokkur töfrar fram í þætti dagsins af Korter í kvöldmat sameinar íslenskt sjávarfang og taílenskt krydd á eins einfaldan og fljótlegan máta og mögulegt er. Útkoman verður bragðbomba sem fjölskyldan á eftir að elska. Meira »

Súkkulaði á 60 sekúndum - 1. þáttur

9.12. Fyrsti þátturinn af Súkkulaði á 60 sekúndum er komin í loftið. Matarvefurinn mun framleiða sex þætti í desember með jólaleguívafi en síðasti þátturinn verður áramótabomba með glimmer og gleði. Fyrsti þátturinn er uppskrift af auðveldu en guðdómlegu jólasúkkulaði með stökkum bismarktoppi. Súkkulaðið er fallegt sem gjöf en það má einnig gera það í konfektmót. Meira »

Fljótlegur og ferskur sítrónukjúlingur

19.10. Ferskur og fljótlegur kjúklingaréttur sem hentar vel með bragðmiklu salati, sætum kartöflum og kaldri jógúrtsósu.  Meira »

Ómótstæðilegar quesadillas á augnabliki

9.8. Það eru fjölmargir réttir sem má töfra fram úr hamborgarhrygg. Hér kinkar Óskar kokkur kolli til Mexíkó með því að nota afgangana í quesadilla, fulla af osti og góðgæti. Svo er það svínasamlokan sem er ekki bara matarmikil og sérlega bragðgóð, það er líka mjög fljótlegt að útbúa hana. Meira »

Grísk lambapíta með engri fyrirhöfn

26.7. Eitt af því besta við lambalæri, fyrir utan bragðið, er að það er yfirleitt nóg af því. Til að nýta afgangana mælir Óskar kokkur með því að nota þá í góðan pottrétt en einnig má setja þá í pítu sem er vinsæl á mörgum heimilum, en hann töfraði einmitt fram grískt lambalæri í síðasta þætti af Korter í kvöldmat. Meira »

Best á öðrum degi

19.7. Eins og flestir vita verður kjötsúpa enn betri daginn eftir, svo það borgar sig að gera nóg. Súpuafganginn má nota á ýmsa vegu, til dæmis í mexíkóska vefju eða endurgera súpuna sem pastasúpu. Meira »

Gratíneraðar rækjur og girnilegir klattar

12.7. Óskar kokkur fór með bragðlaukana í ferðalag til Taílands í síðasta þætti af Korter í kvöldmat. Ferðalagið heldur áfram og hér snarar hann fram girnilegum rækjuklöttum og gratíneruðum rækjum á brauði úr afgöngunum. Meira »

Girnileg beygla og glæsilegt smurbrauð

5.7. Það borgar sig að elda ríflega af brie-fylltu svínalundinni sem Óskar kokkur töfraði fram í síðasta þætti af Korter í kvöldmat. Ekki bara af því að rétturinn er sérlega bragðgóður, afgangana er frábært að nota til að búa til girnilega beyglu og glæsilegt smurbrauð. Meira »