Birgir hóf þriðja daginn með tveimur fuglum í röð

Birgir Leifur Hafþórsson á Hainan eyju í Kína.
Birgir Leifur Hafþórsson á Hainan eyju í Kína. Reuters

Birgir Leifur Hafþórsson byrjar vel á þriðja keppnisdegi á opna Madeira meistaramótinu í golfi en eftir fjórar holur í dag hefur Birgir fengið tvo fugla og tvö pör. Hann er því samtals á tveimur höggum undir pari vallar, en Birgir lék fyrsta hringinn á 74 höggum, tveimur yfir pari, og í gær var hann á 70 höggum eða tveimur undir pari.

Í morgun hóf Birgir leik á 10. braut, hann fékk tvo fugla í röð, og par á 12. og 13. braut.

Sem stendur er Birgir í 27. sæti mótsins, en hann var í 42. sæti eftir tvo keppnisdaga. Staðan á eftir að breytast mikið á næstunni þar sem að margir kylfingar hafa ekki hafið leik í dag.

Staðan á mótinu.

birgirleifur.blog.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert