Börn fundust á lífi í rústunum

Þrjú börn, tveir drengir og stúlka, fundust á lífi í rústum skóla í Kína fjórum dögum eftir að jarðskjálftinn reið yfir á mánudaginn. Björgunarmenn kváðust hafa heyrt í öðrum undir rústunum og vonuðust til að finna fleiri á lífi.

Fimm ára dreng var bjargað úr rústum leikskóla í Beichuan, og dreng og stúlku úr rústum skóla í bænum Hanwang, rúmlega 80 klukkustundum eftir að skjálftinn reið yfir.

Stúlkan gat gengið óstudd í sjúkrabíl og sagði að ekkert amaði að sér.

Þá hafa borist af því fregnir að 76 ára maður hafi fundist á lífi í rústum heimilis síns, og 23 ára hjúkrunarkona í rústum sjúkrahúss í Beichuan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert