Ósátt við skilgreininguna á öfga hægri

Marion Marechal Le Pen
Marion Marechal Le Pen AFP

Franski þjóðernisflokkurinn Front National (FN) íhugar að höfða mál gegn frönskum fjölmiðlum til þess að fá þá til að hætta því að leggja andstöðu við innflytjendur og Evrópusambandið við öfgahægrimennsku.

Formaðurinn FN, Marine Le Pen, segir að það sé ósanngjarnt að flokkurinn sé settur á  sama bás og fjöldamorðingjann Anders Behring Breivik og gríski stjórnmálaflokkurinn Gullin dögun.

Hún segist ætla að leita eftir því að fá niðurstöðu dómstóla um að lýsingin öfga hægri sé notað í niðrandi tilangi til þess að eyðileggja orðspor Front National. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert