Eitt feilspor gæti leitt til ógæfu

George Osborne ásamt Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikkja, í Lundúnum 2. …
George Osborne ásamt Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikkja, í Lundúnum 2. febrúar sl. AFP

Síauknar líkur eru á því að feilspor verði stigið í deilum milli Evrópusambandsins og Grikklands um skuldamál síðarnefnda, sem gæti leitt til afar óhagfelldrar útkomu. Þetta segir George Osborne, fjármálaráðherra Brelands.

Osborne sagði í viðtali við Bloomberg að hagkerfum heims stafaði síaukin hætta af ósættinu og sagði ekki mikið þurfa til að illa færi. Ráðherrann fundar nú með kollegum sínum frá G20-ríkjunum í Istanbul.

„Hér á G20-fundinum, höfum við hvatt alla aðilar í deilunni til að finna sameiginlegar lausnir, og heima fyrir höfum við hraðað undirbúningi fyrir hverja þá niðurstöðu sem verður ofan á,“ sagði Osborne.

„Úrsögn Grikkja úr evrusamstarfinu yrði heimshagkerfinu afar erfið og mögulega afar skaðvænleg fyrir evrópska hagerfið.“

David Cameron, forsætisráðherra Breta, fundaði í gær með embættismönnum á sviði efnahagsmála til að ræða viðbrögð við því ef Grikkir ganga úr evrusamstarfinu.

Nýsettur forsætisráðherra Grikkja, Alexis Tsipras, hefur lýst því yfir að hann hyggist ekki framlengja björgunaráætlunina sem rennur út í lok mánaðarins og hefur það valdið talsverðu róti á fjármálamörkuðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert