Lýst eftir Art­ur Jarmosz­ko

Segir Rambó hafa svikist undan

10.6. „Þetta gekk ekki, hann laug. Hann sagðist ætla að koma sjálfur til landsins eða senda fagmenn en svo sendi hann bara blaðamann sem var hér í nokkrar vikur og er nú farinn af landi,“ segir Elwira Landowska, frænka Arturs Jarmosz­ko. Meira »

Einkaaðili rannsakar hvarf Arturs

13.4. Fjölskylda Arturs Jarmoszko, sem ekkert hefur spurst til frá því 1. mars, hefur ráðið einkaaðila til að rannsaka hvarf hans. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Meira »

Engar nýjar vísbendingar borist

25.3. Lögreglunni hafa ekki borist neinar nýjar vísbendingar í tengslum við hvarf Arthurs Jarmoszko eftir að formlegri leit af honum var hætt á mánudaginn. Arthurs hef­ur verið saknað síðan um mánaðamótin Meira »

Formlegri leit að Artur hætt

20.3. Guðmund­ur Páll Jóns­son lög­reglu­full­trúi seg­ir að form­legri leit björgunarsveita að Art­ur Jarmosz­ko, sem hef­ur verið saknað frá mánaðamót­um, sé lokið. Ekki verður hafin leit að nýju nema nýjar vísbendingar berist lögreglu. Meira »

80 manns leita að Artur

18.3. Meira en 80 björgunarsveitarmenn leita nú að Artur Jarmoszko, sem hefur verið saknað frá mánaðamótum. Leitað er meðfram strandlengjunni frá Gróttu að Nauthólsvík, við Kópavogshöfn og Álftanes. Meira »

Lögregla og Landsbjörg funda á morgun

15.3. Mikil áhersla er nú lögð á að kortleggja ferðir Arturs Jarmoszko, sem saknað hefur verið í rúmar tvær vikur. Rannsókninni á hvarfi hans miðar ágætlega að sögn lögreglu, sem sent hefur frá sér tilkynningu. Meira »

Leit heldur áfram á morgun

13.3. Leitin að Art­uri Jarmosz­ko hefur engan árangur borið. Leitað var í dag á svipuðu svæði og gert var í gær. Skipulögð leit að Arturi hófst um helgina en síðast sást til hans um mánaðamótin. Meira »

Leita á háfjöru í dag

13.3. Björgunarsveitir mun hefja leit að Arturi Jarmoszko að nýju í dag. Verður leitað á sama svæði og í gær. Meðal annars verða gengnar fjörur við Fossvog og Kársnes en sta­f­ræn­ar upp­lýs­ing­ar úr síma Art­urs leiddu leit­ina á þær slóðir. Meira »

Þyrlan tekur þátt í leitaraðgerðum

12.3. Búið er að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna leitarinnar að Art­uri Jarmosz­ko, sem ekkert hefur spurst til síðan um mánaðamótin. Form­leg leit að Art­uri, sem hófst í há­deg­inu, hefur enn ekki skilað árangri. Alls taka 65 björg­un­ar­sveit­ar­menn þátt í leitinni. Meira »

Leita Arturs í Kópavogi

12.3. Leit að Artur Jarmoszk sem hefur verið saknað frá því um mánaðamót er við það að hefjast. Hún hefst í vesturbæ Kópavogs og verður gengið eftir strandlengju Kársness en ákvörðun um leitarsvæði byggir á upplýsingum úr símagögnum sem lögreglan hefur aflað. Meira »

Fara yfir gögn úr síma

11.3. Ekkert nýtt hefur komið fram um hvar Art­ur Jarmosz­ko gæti verið en lögreglan er að fara yfir gögn úr síma hans. Ekki er hægt að óska eftir því að formleg leit að honum hefjist fyrr en einhverjar upplýsingar koma fram en ekkert hefur spurst til Arturs síðan seint um kvöld 28. febrúar. Meira »

Enn ekkert spurst til Arturs

11.3. Enn hefur ekkert spurst til Art­ur Jarmosz­ko, 26 ára, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir á fimmtudag. Síðast er vitað um ferðir Art­ur í miðborginni rétt fyr­ir miðnætti 1. mars síðastliðins. Frænka hans Elwira Landowska segir fjölskylduna áhyggjufulla en þau reyni að hugsa jákvætt. Meira »

Ræða við meðleigjanda og ættingja

10.3. Lögregla ræðir nú við meðleigjanda Arturs Jarmosz­ko, sem lýst var eftir í gær. Þetta staðfestir Guðmundur Páll Jóns­son lög­reglu­full­trúi. Hann segir engar vísbendingar enn hafa borist um hvað hafi orðið af Artur, en síðast er vitað um ferðir hans rétt fyrir miðnætti 1. mars. Meira »

Ekkert spurst til Artur í tíu daga

10.3. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir Artur Jarmoszko, 26 ára. Lýsingin á honum hefur þó verið uppfærð en hann er 186 sm hár og með græn augu. Ættingjar hans og vinir hafa leitað hans síðustu daga en tilkynntu hvarf hans til lögreglu í gær. Meira »

Öllum ráðum beitt í leitinni að Arturi

24.4. Ástæðan fyrir því að Arturs Jarmoszko var leitað í fjörum við Fossvog var sú að símamöstur í Kópavogi og á Álftanesi námu merki úr síma hans nóttina sem síðast sást til hans. Lögreglan segist hafa notað öll tiltæk ráð til að leita unga mannsins. Meira »

Sendiherra upplýstur vegna Arturs

10.4. Ekkert nýtt er að frétta af máli Arturs Jarmoszko en formlegri leit björgunarsveita að honum var hætt fyrir þremur vikum síðar. Að sögn Guðmundar Páls Jónssonar, lögreglufulltrúa, kallaði lögreglan á sendiherra Póllands á Íslandi í viðtal í síðustu viku til að kynna honum gang málsins. Meira »

„Viljum bara vita hvað gerðist“

21.3. „Það er hræðilegt að vita ekkert. Við viljum bara vita hvað gerðist,“ segir Elwira Landowska, frænka Arturs Jarmoszko, sem hvarf sporlaust fyrir þremur vikum. Móðir Arturs heldur enn í þá von að hann sé á lífi. „Hún reynir að hugsa jákvætt en þetta er mjög erfitt fyrir hana.“ Meira »

Formlegri leit að ljúka

19.3. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi segir að formlegri leit að Artur Jarmosz­ko, sem hef­ur verið saknað frá mánaðamót­um, sé að ljúka. Hugsanlega verði leitað með drónum í dag en það var ekki hægt í gær vegna veðurs. Meira »

Artur tók út óverulega upphæð

16.3. Björgunarsveitir munu halda áfram leit að Arturi Jarmosz­ko á laugardag. Á morgun mun þyrla Landhelgisgæslunnar fljúga yfir leitarsvæðið. Leitað verður á svipuðu svæði og fyrr í þessari viku, þ.e. við strandlengjuna í Reykjavík og Kópavogi, m.a. í Fossvogi. Meira »

Enn unnið úr fjarskiptagögnum

14.3. Björgunarsveitarmenn munu ekki koma að leit að Arturi Jarmosz­ko í dag en hans hefur verið saknað í tvær vikur. Lögreglan mun þó halda sinni leit áfram og rannsókn á mannshvarfinu er enn í fullum gangi. Meira »

Fólk leiti í skúrum og geymslum

13.3. Um tuttugu björgunarsveitarmenn ganga nú fjörur við Fossvog í leit að Arturi Jarmosz­ko, sem ekkert hefur spurst til í um tvær vikur. Leitað er með hundum og einnig er leitað á bátum við ströndina. Meira »

Næstu skref leitar ákveðin í dag

13.3. Yfirstjórn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu mun nú í morgunsárið funda þar sem næstu skref í leitinni að Artur Jarmoszko, sem ekkert hefur spurst til síðan 1. mars, verða ákveðin. Meira »

65 björgunarsveitarmenn að störfum

12.3. Alls eru 65 björgunarsveitarmenn að störfum í Kársnesi og meðfram strandlengjunni þar. Formleg leit að Arturi Jarmoszko hófst í hádeginu en ekkert hefur spurst til hans síðan um mánaðamótin. Leitað er í bátum, með drónum auk þess sem gengið er meðfram ströndinni. Meira »

Hefja væntanlega leit fljótlega

12.3. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun funda fljótlega með svæðisstjórn björgunarsveita og væntanlega verður björgunarsveitarfólk kallað til leitar að Art­ur Jarmosz­ko sem ekkert hefur spurst til síðan skömmu fyrir miðnætti 28. febrúar. Meira »

Óska eftir upplýsingum úr síma Arturs

11.3. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir að fá upplýsingar úr síma Arturs Jarmosz­ko frá símafyrirtæki hans. Ekkert hefur spurst til Arturs frá því hann sást síðast rétt fyrir miðnætti 1. mars síðastliðinn. Björgunarsveitir Landsbjargar eru tilbúnar að hefja leit síðar í dag. Meira »

Mynd af Artur úr eftirlitsmyndavél

10.3. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent fjölmiðlum nýja mynd af Artur Jamroszko sem lýst var eftir í gær. Myndin er úr eftirlitsmyndavél í miðborginni og er frá þriðjudagskvöldinu 28. febrúar síðastliðnum. Meira »

Sást á öryggismyndavélum í Lækjargötu

10.3. Lögreglu hafa ekki borist upplýsingar um ferðir Artur Jarmoszko eftir að lýst var eftir honum í gær. Síðast er vitað um ferðir hans rétt fyrir miðnætti 1. mars sl. en þá sést hann á öryggismyndavélum í Lækjargötu. Meira »

Lýst eftir Artur Jarmoszko

9.3. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Artur Jarmoszko, 26 ára, frá Austur-Evrópu. Artur er talinn klæddur í svarta úlpu eða mittisjakka, bláar gallabuxur og hvíta strigaskó. Hann er grannvaxinn og 176 sm á hæð, með blá augu og stutt, dökkt hár. Meira »