Sameining Tækniskólans og FÁ

Horfi á gæði náms, ekki einstaka skóla

6.7. Verðandi skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla fagnar heildstæðri endurskoðun á menntakerfinu og hefur skilning á því að stjórnvöld skoði sameiningu námsbrauta. Honum þótti vinnubrögð menntamálaráðuneytisins við athugun á kostum og göllum sameiningar FÁ og Tækniskólans óvönduð. Meira »

Dúx FÁ gagnrýnir sameininguna

29.5. Dúx Fjölbrautarskólans við Ármúla segir of mikil völd vera í höndum eins aðila, ef breyta eigi menntakerfi landsins í skólaiðnað. Hilmar Snorri Rögnvaldsson, fæddur árið 1993, er dúx skólans af bóknámsbrautum og hlaut hann viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í raungreinum og þýsku. Meira »

Mótmæla sameiningu á Austurvelli

28.5. Boðað er til mótmæla á Austurvelli í dag klukkan 15, vegna fyrirhugaðrar sameiningar Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans. Meira »

Gögn færa ekki rök fyrir sameiningu

22.5. „Þeir lögðu fram einhver gögn um kosti og galla þess að sameina skólana. Það sem var áhugavert þar var að kostirnir sem voru taldir upp voru í einhverjum tilvikum þeir sömu og gallarnir,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og varamaður í allsherjar- og menntamálnefnd. Meira »

Leynimakk sem var skellt á nemendur

19.5. Hópur nemenda og kennara við Fjölbrautaskólann við Ármúla afhenti Kristjáni Þ. Júlíussyni menntamálaráðherra undirskriftalista í dag þar sem þess er krafist að ráðherra hlusti á röksemdir þeirra sem þekki til starfsemi skólans vegna mögulegrar sameiningar við Tækniskólann. Meira »

Engar ákvarðanir teknar um sameiningu

19.5. Engar ákvarðanir voru teknar á fundi í menntamálaráðuneytinu í morgun varðandi sameiningar framhaldsskóla, að sögn Ingu Hrefnu Sveinbjarnardóttur, aðstoðarmanns Kristjáns Þórs Júlíussonar menntamálaráðherra. Meira »

„Gott að fá þessar upplýsingar“

9.5. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, segir að fundurinn í morgun með menntamálaráðherra hafi verið mjög greinargóður. Þar var rædd möguleg sameining Tækniskólans og Fjölbrautaskólans við Ármúla. Meira »

„Miður“ að ótímabær umræða hafi hafist

9.5. Menntamálaráðherra gerði grein fyrir ástæðum að baki hugsanlegrar sameiningar Tækniskólans og FÁ á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Hann segir að vinnan hafi hafist í febrúar en endanleg ákvörðun um sameiningu hafi ekki verið tekin. Meira »

Tækifæri geti falist í sameiningunni

5.5. „Það er auðvitað ekki búið að taka neina ákvörðun um sameiningu en ég held að í þessu geti falist góð tækifæri,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, í samtali við mbl.is. Nefndin fundaði í dag með Kristjáni Þór Júlíussyni, mennta- og menningarmálaráðherra, vegna hugsanlegrar sameiningar Tækniskólans og FÁ. Meira »

Staða nemenda með fötlun verði tryggð

5.5. Tryggja þarf stöðu allra nemenda með fötlun, sem stunda nám á sérnámsbrautum við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Þroskaþjálfafélagi Íslands (ÞÍ), sem lýsir yfir þungum áhyggjum vegna áforma um sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautaskólans við Ármúla (FÁ). Meira »

„Svik við starfsmenn“

5.5. Kennarar og aðrir starfsmenn Fjölbrautaskólans við Ármúla mótmæla harðlega áformum menntamálaráðherra um sameiningu FÁ og Tækniskólans. Ekkert samráð hafi verið haft við kennara né aðra starfsmenn, fyrir utan stjórnendur. Meira »

Fækkar um 620

5.5. Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra segir að framhaldsskólanemum á Íslandi sé að fækka stórum og muni halda áfram að fækka fram til ársins 2020. Bara á höfuðborgarsvæðinu fækki framhaldsskólanemum á milli skólaáranna 2017 og 2018 um 620. Meira »

Ekkert ofboðslega spennandi mál

4.5. „Ég heyrði fyrst um þetta á RÚV í morgun,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG og nefndarmaður í allsherjar- og menntamálanefnd, þegar hann er spurður að því hvenær hann hafi heyrt um fyrirhugaða sameiningu Tækniskólans og FÁ. Meira »

FÁ og Tækniskólinn sameinaðir

4.5. Fjölbrautaskólann í Ármúla og Tækniskólinn verða sameinaðir á næstunni samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV.  Meira »

Hætt við sameiningu FÁ og Tækniskólans

5.7. Hætt hefur verið við sameiningu á rekstri Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans að svo stöddu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Meira »

Óvissuástand hjá starfsfólki FÁ

28.5. Nemendur og starfsfólk Fjölbrautaskólans við Ármúla mótmæltu í dag fyrirhugaðri sameiningu FÁ og Tækniskólans á Austurvelli. Fulltrúi nemenda Fjölbrautaskólans í Ármúla gagnrýndi í ræðu sinni óvissuástandið sem nú ríkir þar sem starfsmenn skólans vita ekki hvort þeir haldi vinnunni í haust. Meira »

Mótmæla sameiningu á Austurvelli

26.5. Boðað er til mótmæla á Austurvelli á sunnudaginn 28. maí kl. 15 þar sem mótmælt verður hvernig staðið er að fyrirhugaðri sameiningu FÁ og Tækniskólans. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Meira »

Ráðherra að taka ákvörðun

19.5. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir að Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra og skólameistarar FÁ og Tækniskólans hafi upplýst nefndarmenn um stöðu mála í sameiningarferli skólanna á fundi nú síðdegis. Meira »

Mætir á fund nefndar með skólameisturum

19.5. Kristján Þór Júlíusson kemur á fund allsherjar- og menntamálanefndar eftir hádegi í dag, ásamt skólameisturum Fjölbrautaskólans í Ármúla og Tækniskólans í Reykjavík, þeim Steini Jóhannssyni og Jóni B. Stefánssyni. Meira »

Gagnrýna vinnubrögð ríkisstjórnarinnar

9.5. Fulltrúar Vinstri grænna, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar í allsherjar- og menntamálanefnd gagnrýna harðlega þau vinnubrögð sem ríkisstjórnin hefur viðhaft við sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans. Meira »

Skilur ekkert í áformum ráðherra

9.5. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er ekki ánægð með svörin sem hún fékk á opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis með Kristjáni Þór Júlíussyni, menntamálaráðherra. Þar var rædd möguleg sameining Tækniskólans og Fjölbrautaskólans í Ármúla. Meira »

Funda um stöðu framhaldsskólanna

8.5. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fundar í fyrramálið um stöðu framhaldsskólanna. Þar má búast við að rædd verði hugsanleg sameining Tækniskólans og FÁ. Meira »

„Taka feitasta bitann úr opinbera kerfinu“

5.5. Allsherjar- og menntamálanefnd fundaði með ráðherra í dag um hugsanlega sameiningu Tækniskólans og FÁ.  Meira »

Verið í vinnslu síðan í febrúar

5.5. Jón B. Stefánsson, skólameistari í Tækniskólanum, fundaði í hádeginu með starfsfólki Fjölbrautaskólans við Ármúla. Að hans mati gekk fundurinn ágætlega en þar var farið yfir framhaldið vegna fyrirhugaðrar sameiningar Tækniskólans og FÁ. Meira »

Funda með skólameistara Tækniskólans

5.5. Kennarar og starfsfólk Fjölbrautaskólans við Ármúla munu funda með skólameistara Tækniskólans í hádeginu vegna fyrirhugaðrar sameiningar skólanna. Meira »

Ein af hugmyndum sem hafa komið upp

4.5. „Þetta var ekki komið á það stig að það hafi átt að kynna það fyrir nefndarmönnum,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa lýst óánægju með fyrirhugaðar hugmyndir um sameiningu Tækniskólans og FÁ. Meira »

„Þetta er skandall“

4.5. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu stjórnarliða harðlega vegna fyrirhugaðrar sameiningar Tækniskólans og Fjölbrautaskólans í Ármúla undir liðnum fundarstjórn forseta á Alþingi í dag. Meira »