Tollverðir á Keflavíkurflugvelli tóku í fyrrakvöld mann með á milli tíu og 20 þúsund e-töflur í farangrinum. Maðurinn var að koma frá Kaupmannahöfn. Hann hefur ekki áður komið við sögu lögreglunnar.

Tollverðir á Keflavíkurflugvelli tóku í fyrrakvöld mann með á milli tíu og 20 þúsund e-töflur í farangrinum. Maðurinn var að koma frá Kaupmannahöfn. Hann hefur ekki áður komið við sögu lögreglunnar. Rannsókn á málinu stóð enn yfir í gærkvöldi og beinist m.a. að því hvort fleiri en einn maður standa að innflutningnum.

Í gæsluvarðhald í fjórar vikur

Ekkert annað fíkniefni fannst í fórum mannsins. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald.

E-tafla er efni sem líkist amfetamíni, en hefur einnig ofskynjanir í för með sér svipað og LSD. Íslenskir dómstólar hafa tekið hart á þeim sem flytja inn þetta efni.