Houston í undanúrslit eftir mikla spennu

Dyson Daniels og félagar í Atlanta Hawks gátu fagnað í …
Dyson Daniels og félagar í Atlanta Hawks gátu fagnað í New York. AFP/Elsa

Atlanta Hawks og Houston Rockets tryggðu sér í nótt sæti í undanúrslitum NBA-bikarsins í körfubolta í Bandaríkjunum.

Atlanta mætir Milwaukee Bucks í undanúrslitum Austurdeildarinnar og Houston mætir Oklahoma City Thunder í Vesturdeildinni.  

Houston vann heimasigur á Golden State Warriors, 91:90, í miklum spennuleik. Houston skoraði sjö síðustu stigin og knúði fram sigur.

Tyrkinn Alperen Sengun skoraði 26 stig fyrir Houston og Jonathan Kuminga gerði 20 fyrir Golden State.

Atlanta gerði góða ferð til New York og sigraði New York Knicks, 108:100. De‘Andre Hunter skoraði 24 stig fyrir Atlanta og Josh Hart gerði 21 fyrir New York.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert