Þeir eru alls ekki hættir

1.2.2017 Didier Dinart, landsliðsþjálfari Frakka, segir að markvörðurinn Thierry Omeyer og hinn lipri Daniel Narcisse hafi ekki leikið sína síðustu landsleiki með franska landsliðinu í sigurleik HM í París um liðna helgi. Meira »

Það sátu ekki allir við sama borð

1.2.2017 „Það er ekki sanngjarnt að Slóvenar hafi fengið sólarhring meira en Króatar til að þess að safna kröftum fyrir leikinn um bronsverðlaunin. Undir þá gagnrýni get ég tekið,“ sagði hinn umdeildi forseti Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, Hassan Moustafa, á sunnudaginn þegar hann var spurður út í gagnrýni landsliðsmanna Króata á leikjaniðurröðun heimsmeistaramótsins á lokapsretti mótsins. Meira »

„Orð geta ekki lýst tilfinningunni“

29.1.2017 „Orð geta ekki lýst tilfinningunni eftir alla þá pressu sem hefur verið á okkur gestgjöfunum,“ sagði Nikola Karabatic, leikmaður franska landsliðsins í handknattleik, sem í kvöld varði heimsmeistaratitil sinn eftir öruggan sigur á Norðmönnum í úrslitaleik. Meira »

Þrír Norðmenn í úrvalsliði HM

29.1.2017 Frakkinn Nikola Karabatic var valinn mikilvægasti leikmaðurinn á 25. heimsmeistaramóti karla í handknattleik sem lauk í kvöld með sigri Frakka. Meira »

Frakkar heimsmeistarar á heimavelli

29.1.2017 Frakkar eru heimsmeistarar í handknattleik karla, eftir 33:26 sigur á Norðmönnum í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í París í dag. Frakkar vörðu þar með titilinn, en þeir urðu heimsmeistarar í Katar fyrir tveim árum. Meira »

Ótrúleg endurkoma Slóvena

28.1.2017 Slóvenar tóku bronsið á HM í handbolta karla eftir ótrúlegan 31:30 sigur á Króötum í leiknum um 3. sætið í kvöld.   Meira »

Lazarov enn markahæstur

27.1.2017 Kiril Lazarov, stórskytta Makedóníu, er enn markahæsti leikmaður heimsmeistaramótsins í handknattleik þó hann sé löngu farinn heim á leið. Meira »

Frakkar fögnuðu með víkingaklappinu

26.1.2017 Frakkar tryggðu sér sæti í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í handknattleik í kvöld með sigri á Slóveníu, 31:25, og ákváðu að fagna því með víkingaklappinu margfræga. Meira »

Sigur fyrir handboltann ef Noregur fer í úrslit

26.1.2017 Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari karlaliðs FH í handknattleik, hefur eins og margir starfsbræður hans fylgst grannt með heimsmeistaramótinu í handknattleik sem nú stendur yfir í Frakklandi. Framundan eru undanúrslitaleikir mótsins. Í kvöld eigast við Frakkar og Slóvenar í fyrri viðureign undanúrslitanna og annað kvöld leiða Norðmenn og Króatar saman hesta sína. Meira »

Norðmenn í úrslit í fyrsta sinn

27.1.2017 Norðmenn leika til úrslita um heimsmeistaratitil karla í handbolta gegn Frökkum á sunnudag, eftir sigur á Króötum í framlengdum leik í kvöld. Það verður fyrsti úrslitaleikur Noregs á stórmóti í handbolta karla. Meira »

Fimmtíu þúsund áhorfendur á HM leik?

27.1.2017 Þjóðverjar stefna að háleitu markmiði þegar þeir ásamt Dönum verða gestgjafarar heimsmeistaramóts karla í handknattleik eftir tvö ár. Þeir hyggjast freista þess að ná 50 þúsund á að minnsta kosti einn leik í keppninni. Meira »

Frakkar spila til úrslita á heimavelli

26.1.2017 Gestgjafar og ríkjandi heimsmeistarar Frakka munu spila til úrslita á heimsmeistaramótinu í handknattleik á sunnudag, en það var ljóst eftir að Frakkland lagði Slóveníu í fyrri undanúrslitaleiknum í kvöld, 31:25. Meira »

Rúm milljón á mann fyrir gullið

25.1.2017 Hver leikmaður í norska landsliðshópnum í handknattleik fær 75 þúsund norskar krónur í bónusgreiðslu fari svo að Norðmenn verði heimsmeistarar. Meira »