Metaðsókn á leiki HM í ár

29.1. Alls seldust 906.283 miðar á leikina á heimsmeistaramóti karla í handbolta í Þýskalandi og Danmörku, en það er nýtt met á HM í handbolta. Að meðaltali sóttu 9.440 áhorfendur hvern leik á mótinu. Meira »

Stevanovic hættur í landsliðinu

29.1. Ivan Stevanovic, markvörður króatíska landsliðsins í handknattleik sem mætti Íslendingum í riðlakeppninni á HM, hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. Meira »

Guðmundur sendir Dönum góðar kveðjur

29.1. Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta og fyrrverandi þjálfari danska landsliðsins, sendir nýkrýndum heimsmeisturum Dana góðar kveðjur á Facebook-síðu sinni. Meira »

Í fyrsta sinn í 45 ár

29.1. Daninn Mikkel Hansen er fyrsti heimsmeistarinn sem verður markakóngur á heimsmeistaramóti í handbolta í 45 ár.  Meira »

Ánægður með viðbrögð Sagosen

29.1. Sander Sagosen, stórstjarna norska karlalandsliðsins í handknattleik, er svekktur að hafa ekki náð að vinna heimsmeistaratitilinn og viðbrögð hans gleðja landsliðsþjálfarann. Meira »

Þúsundir fagna í Köben (myndskeið)

28.1. Sannkölluð þjóðhátíð stendur nú yfir á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn, en þúsundir eru þar saman komnar til þess að fagna danska karlalandsliðinu í handknattleik eftir heimsmeistaratitilinn í gær. Meira »

Rúm milljón á mann fyrir silfrið

28.1. Leikmenn norska karlalandsliðins í handknattleik fengu 76 þúsund norskar krónur í bónus frá styrktaraðilum fyrir að vinna til silfurverðlauna á heimsmeistaramótinu sem lauk í Herning í Danmörku í gær. Meira »

Verðum að stoppa þennan sirkus

28.1. Vincent Gerard, landsliðsmarkvörður Frakka í handknattleik, gagnrýnir mótafyrirkomulagið á heimsmeistaramótinu sem lauk í Herning í Danmörku í gær. Meira »

Hansen markakóngur á HM

28.1. Daninn Mikkel Hansen endaði sem markakóngur á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem lauk í Herning í Danmörku í gærkvöld.  Meira »

Heimsmeistararnir hylltir á Ráðhústorginu

28.1. Nýkrýndir heimsmeistarar Dana í handbolta verða hylltir á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn í dag en sannkölluð þjóðhátíðarstemning er í Danmörku eftir að karlalandsliðið vann sinn fyrsta heimsmeistaratitil með því að vinna Norðmenn í úrslitaleik í Herning í gær. Meira »

Metáhorf hjá Dönum á úrslitaleikinn

28.1. Metáhorf var hjá Dönum þegar Danmörk og Noregur léku til úrslita um heimsmeistaratitilinn í handbolta í Jyske Box Arena í Herning í gærkvöld. Meira »

Svan er afar sigursæll

28.1. Lasse Svan Hansen, hægri hornamaður heimsmeistaraliðs Danmerkur, er orðinn einn sigursælasti handknattleiksmaður sögunnar eftir sigur danska landsliðsins á HM í gær. Meira »

Hansen bestur og markahæstur

27.1. Það kom fáum á óvart að Daninn Mikkel Hansen var valinn besti leikmaðurinn á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem lauk í Herning í kvöld þar sem Danir unnu heimsmeistaratitilinn í fyrsta skipti. Meira »