Komumst aldrei í takt við leikinn

18:11 „Við komust ekki í takt við leikinn í upphafi. Viljinn er mikill að gera vel en því miður þá fylgdi líkaminn ekki höfðinu,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, reynslumesti leikmaður íslenska landsliðsins i handknattleik, vonsvikinn eftir þriggja marka tap fyrir brasilíska landsliðinu í lokaleiknum á heimsmeistaramótinu í Köln í dag, 32:29. Tapið verður til þess að íslenska liðið hafnar í 11.sæti á mótinu en hefði átt möguleika á að lyfta sér um eitt sæti til viðbótar með sigri Meira »

Tveir kaflar fóru með leikinn

17:33 „Það sem fór með leikinn voru tveir kaflar í leiknum, upphafskaflinn þegar Brasilíumenn skoruðu fyrstu fimm mörkin og síðan var annar kafli í byrjun síðari hálfleiks þegar við byrjun eins og í fyrri hálfleik,“ sagði Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Brasilíu. Meira »

Arnór markahæstur - Gísli með flestar stoðsendingar

16:44 Arnór Þór Gunnarsson varð markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í handknattleik en Íslendingar luku keppni á mótinu í dag þegar þeir töpuðu fyrir Brasilíumönnum í lokaumferð milliriðlakeppninnar í Köln. Meira »

Öruggur sigur Egypta

16:01 Egyptaland bar sigurorð af Túnis 30:23 í milliriðlakeppninni á HM í handbolta í dag og þar með eiga Egyptar enn möguleika á að ná fjórða sætinu í milliriðli tvö og spila um 7. sætið á mótinu sem veitir þátttökurétt í umspili um sæti á Ólympíuleikunum. Meira »

Eltingaleikur sem tapaðist í Köln

15:54 Íslenska landsliðið tapaði lokaleik sínum á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla í dag þegar liðið mætti landsliði Brasilíu. Lokatölur, 32:29, eftir að jafnt var í hálfleik, 15:15. Íslenska landsliðið hafnar þar með í 11. sætinu á mótinu. Þetta er fyrsta tap íslensks handboltalandsliðs í karlaflokki fyrir Suður-Ameríkuþjóð á stórmóti. Meira »

Þrír íslenskir áhorfendur á leiknum

13:21 „Það yrði frábær árangur að enda í topp tíu og við ætlum okkur þangað. Það verður ekkert gefið eftir,“ segir Kjartan Vídó Ólafsson, markaðsstjóri HSÍ, í samtali við mbl.is. Meira »

Hefur vaxið fiskur um hrygg

10:15 Landslið Brasilíu, sem íslenska landsliðið í handknattleik karla mætir í lokaleik sínum á HM kl. 14.30 í dag, hefur fram undir þetta ekki verið tekið alvarlega sem handknattleikslið á alþjóðlegan mælikvarða. Meira »

Sex leikir á HM í dag – Framhaldið ræðst

08:55 Milliriðlum heimsmeistaramótsins í handknattleik lýkur í dag þegar heil umferð fer fram í þeim báðum. Alls eru því sex leikir að dagskrá og mikið undir í flestum þeirra þar sem í ljós kemur hvaða þjóðir spila um heimsmeistaratitilinn. Meira »

Stórhættulegur andstæðingur

06:25 „Ég held að það hafi verið gott fyrir okkur að mæta Brasilíumönnum skömmu fyrir HM. Þá lögðum við upp ákveðna leikaðferð sem gekk upp. Mörgum þótti fjögurra marka sigur ekki mikill,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson léttur í bragði í samtali við mbl.is þegar hann var spurður út í viðureignina við Brasilíumenn í dag og leikinn við þá á móti í Ósló í upphafi árs. Meira »

Hansen í aðgerð og lengi frá

10:39 Meiðsli danska línumannsins René Toft Hansen eru alvarlegri en fyrst var talið, en hann varð fyrir nárameiðslum í sigri Dana gegn Norðmönnum á heimsmeistaramótinu í handknattleik á dögunum. Meira »

Búum okkur undir hörkuleik

09:17 „Brasilíumenn hafa farið vaxandi á mótinu og virðast öflugri en í byrjun mánaðarins,“ sagði Ólafur Gústafsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, í samtali við Morgunblaðið í gær fyrir síðustu æfingu landsliðsins áður en liðið leikur við Brasilíu í lokaleik sínum á mótinu í dag. Meira »

Eru eins og undnar tuskur

08:09 Mikið leikjaálag hefur verið til umræðu í kringum HM í handknattleik karla sem nú stendur yfir í Þýskalandi og Danmörku.  Meira »

Danski dómarinn viðurkenndi stór mistök

Í gær, 22:39 Danski handboltadómarinn Martin Gjeding er búinn að viðurkenna afdrifarík mistök sín er hann dæmdi leik Þýskalands og Króatíu ásamt kollega sínum Mads Hansen á HM karla í gær. Meira »

HM í handbolta

Meira
L U J T Mörk Stig
1 Þýskaland 4 3 1 0 105:86 7
2 Frakkland 5 3 1 1 133:122 7
3 Króatía 5 3 0 2 124:117 6
4 Spánn 4 2 0 2 117:105 4
5 Brasilía 5 2 0 3 128:149 4
6 Ísland 5 0 0 5 122:150 0
21.01Króatía21:22Þýskaland
21.01Spánn36:24Brasilía
20.01Ísland22:31Frakkland
20.01Brasilía29:26Króatía
19.01Þýskaland24:19Ísland
19.01Frakkland33:30Spánn
17.01Spánn19:23Króatía
15.01Þýskaland25:25Frakkland
13.01Spánn32:25Ísland
12.01Þýskaland34:21Brasilía
11.01Brasilía22:24Frakkland
11.01Ísland27:31Króatía
23.01 14:30Brasilía32:29Ísland
23.01 17:00Frakkland20:23Króatía
23.01 19:30Þýskaland:Spánn
urslit.net