Þetta var fallegt

Í gær, 23:08 „Á heildina litið var þetta fallegt. Þjálfarateymið og leikmenn lögðu mikla vinnu í undirbúning á þeim stutta tíma sem við höfðum og uppskeran var eins og til var sáð,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins í handknattleik í samtali við mbl.is eftir sigurinn á Makedóníu á heimsmeistaramótinu í kvöld, 24:22. Meira »

Leiktímar Íslands í milliriðli HM

Í gær, 21:56 Nú þegar riðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik er lokið er orðið ljóst hvenær Ísland spilar leiki sína í milliriðli mótsins. Milliriðlarnir hefjast á laugardag. Meira »

Króatar unnu Íslandsriðilinn – Frakkar sluppu

Í gær, 21:02 Riðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik lauk í kvöld þegar síðustu leikirnir í riðlunum fóru fram. Þar ber hæst að heimsmeistarar Frakka sluppu heldur betur með skrekkinn og Króatar unnu riðil Íslands. Meira »

„Íslenska hjartað vann leikinn“

Í gær, 20:52 „Sigurinn var sætur og við erum stoltir vegna þess að allir lögðu sig fullkomlega fram í leiknum,“ sagði Arnór Þór Gunnarsson sem skoraði 10 mörk í sínum 100. landsleik þegar Ísland vann Makedóníu í kvöld, 24:22, á HM í handknattleik í München i gærkvöld. Meira »

Hansen skoraði 14 gegn Norðmönnum

Í gær, 20:48 Hann virtist ekki ætla að verða spennandi, grannaslagur Dana og Norðmanna í úrslitaleik um efsta sæti C-riðils á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Herning í kvöld. Allt stefndi í öruggan sigur Dana, en áhlaup Norðmanna í lokin hleypti spennu í leikinn. Danir unnu þó að lokum 30:26 og unnu alla sína leiki í riðlinum. Meira »

Þreyttur en líður rosalega vel

Í gær, 19:52 „Mér líður rosalega vel, þetta alveg stórkostlegt,“ sagði Arnar Freyr Arnarsson sem gekk nánast berserksgang í vörn íslenska landsliðsins í handknattleik í kvöld þegar liðið lagði landslið Makedóníu, 24:22, og tryggði sér farseðilinn í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins. Meira »

Hreinlega ólýsanlegt

Í gær, 19:21 „Þetta er hreinlega ólýsanlegt og draumi líkast,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik í samtali við mbl.is í Ólympíuhöllinni í München eftir sigur íslenska landsliðsins á landsliði Makedóníu, 24:22, en sigurinn tryggði íslenska landsliðinu sæti í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins, farseðil til Köln. Meira »

Twitter fór á hliðina eftir leik

Í gær, 18:44 Íslendingar voru duglegir að láta skoðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlum eftir að Ísland tryggði sér sæti í milliriðlum heimsmeistaramótsins í handknattleik eftir magnaðan sigur á Makedóníu, 24:22. Meira »

Patrekur spilar um 17.-20. sætið

Í gær, 18:01 Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans hjá Austurríki höfnuðu í fimmta sæti C-riðils á heimsmeistaramótinu í handknattleik, en þetta var ljóst eftir 32:27 tap fyrir Túnis í lokaumferð riðilsins í dag. Meira »

„Frammistaðan var stórkostleg“

Í gær, 19:39 „Frammistaðan var stórkostleg,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, í samtali við mbl.is eftir sigurinn magnaða í kvöld, 24:22, á Makedóníu sem tryggði íslenska landsliðinu sæti í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins. Meira »

Þjóðverjar ósigraðir í milliriðil Íslands

Í gær, 18:55 Þjóðverjar fara ósigraðir í milliriðla heimsmeistaramótsins í handknattleik eftir sigur á Serbíu, 31:23, í lokaumferð A-riðils í kvöld. Þýskaland verður með Íslandi í milliriðli mótsins. Meira »

Ísland í milliriðlakeppni HM

Í gær, 18:28 Íslenska landsliðið í handknattleik karla tryggði sér sæti í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik karla með miklum vinnusigri á Makedóníu, 24:22, í Ólympíuhöllinni í München í kvöld eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik, 13:11. Meira »

Er óheiðarlegur kjaftaskur

Í gær, 17:15 Það er spenna í loftinu fyrir slag Noregs og Danmerkur í úrslitaleik um efsta sæti C-riðils á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem fram fer í kvöld. Sigurliðið mun fara með fullt hús stiga í gegnum riðilinn og standa vel að vígi í milliriðli. Meira »

HM í handbolta

Meira
L U J T Mörk Stig
1 Króatía 2 2 0 0 54:46 4
2 Þýskaland 2 1 1 0 59:46 3
3 Frakkland 2 1 1 0 49:47 3
4 Spánn 2 1 0 1 51:48 2
5 Ísland 2 0 0 2 52:63 0
6 Brasília 2 0 0 2 43:58 0
17.01Spánn19:23Króatía
15.01Þýskaland25:25Frakkland
13.01Spánn32:25Ísland
12.01Þýskaland34:21Brasília
11.01Brasília22:24Frakkland
11.01Ísland27:31Króatía
19.01 17:00Frakkland:Spánn
19.01 19:30Þýskaland:Ísland
20.01 17:00Brasília:Króatía
20.01 19:30Ísland:Frakkland
21.01 17:00Spánn:Brasília
21.01 19:30Króatía:Þýskaland
23.01 14:30Brasília:Ísland
23.01 17:00Frakkland:Króatía
23.01 19:30Þýskaland:Spánn
urslit.net