Pistlar:

1. september 2022 kl. 21:30

Svanur Guðmundsson (svanur.blog.is)

50 ára afmæli 50 mílna fiskveiðilögsögu

Í dag 1. september eru 50 ár frá því að við Íslendingar færðum fiskveiðilögsögu okkur út í 50 sjómílur með reglugerð sem Lúðvík Jósepsson þáverandi sjávarútvegsráðherra setti. Áður hafði ríkisstjórn Ísland sett í lög einkarétt Íslands til nýtingar auðlindar á landgrunninu sem vel að merkja nær út fyrir 50 mílurnar. Enn áður (1948) hafði Alþingi samhljóða samþykkt lög um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins.

 

Í tilefni dagsins kynnir forseti Íslands og sagnfræðingurinn Guðni Th. Jóhannesson bók sína Stund milli stríða. Í Morgunblaðinu í dag er einnig áhugaverð grein eftir Halldór B. Nellett, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, sem ber heitið Útfærsla fiskveiðilögsögunnar í 50 sjómílur 1972. Það er áhugavert að rifja upp þá sögu og verður spennandi að lesa bók Guðna Th. um hvað átti sér stað á bak við tjöldin. 

 

Árin fyrir útfærsluna, úr 12  í 50 sjómílna landhelgi, var fjöldi togara hér við land. Það voru 150 til 160 erlend skip frá Rússlandi, Austur- og Vestur-þýskalandi, Frakklandi, Spáni, Bretlandi auk íslenskra skipa. Þá veiddust 600 til 750 þúsund tonn af helstu nytjategundum við Ísland en nú er afli sömu tegunda um og yfir 400 þúsund tonn hjá íslenska flotanum.

 

Með útfærslunni jukust yfirráð okkar yfir eigin fiskimiðum og jafnframt gerðum við okkur ljóst að það var takmarkað hvað fiskimiðin gætu gefið mikið af sér. Á sama tíma var mikil aukning í skuttogurum hér við land sem sóttu á miðin sem erlendu togararnir höfðu verið á. Sjö árum áður eða í maí 1965 hafði Hafrannsóknastofnun verið sett á laggirnar og tók hún við hlutverki Fiskideildar Atvinnudeildar Háskólans. Með Hafrannsóknastofnun náðum við meðal annars að leggja fram rök máli okkar til stuðnings um að afli við Ísland væri takmörkuð auðlind og nauðsynlegt væri að stýra veiðum með vitneskju um afraksturgetu fiskistofna. 

 

Með aukinni sókn hér við land, sem kom með mikilli uppbyggingu togara og auknum rannsóknum, sáum við að sóknin var alltof mikil í okkar fiskistofna sem leiddi til þess að takmarkanir voru settar á veiðarnar og við það dró mikið úr afla. En sá tími, frá 1972 þar til að framsalið var lögfest 1994, var tími milli breytinga sem rannsaka þarf frekar af fræðimönnum og áhugamönnum um sjávarútveg. Rit Guðna er kærkomið innlegg í þessa umræðu alla..

31. ágúst 2022

Pilsaþytur Viðreisnar

Ótímabundin úthlutun aflahlutdeilda ýtir mest undir langtímahugsun og hvetur útgerðir til að hugsa vel um fiskistofnana. Þetta hefur verið óumdeilt innan hagfræðinnar síðan fræðimennirnir Dominique Gréboval og Gordon Munro kynntu þessa niðurstöðu í skýrslu á vegum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) árið 1999. Til þessarar niðurstöðu hefur verið vitnað oft síðan. Það er hins meira
mynd
12. ágúst 2022

Sjávarútvegfyrirtækin eru flest eldri en kvótakerfið

Ef skoðaður er meðalaldur fimmtíu stærstu sjávarúvegsfyrirtækja landsins út frá kennitölu er hann 37 ár. Nú eru 29 ár síðan kvótakerfið varð til með frjálsa framsali. Þetta segir okkur að nær öll fyrirtækin sem fá úthlutað kvóta núna voru til fyrir daga kvótakerfisins. Það eru átján fyrirtæki af þessum fimmtíu sem eru með skráða kennitölu eftir að framsalið var leift en voru til í annarri mynd meira
mynd
30. júní 2022

Spjátrungi svarað

Hugsanlega er ekki ástæða til að eyða tíma fólks með að skrifa um spjátrunga og orðháka en þessum tiltekna manni verður líklega að svara enda ritstjóri „útbreiddasta dagblaðs landsins”. Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, hélt því fram nýlega að útgerðin gæti greitt 36 milljarða í veiðileyfagjöld því það næmi aðeins 3% af eignaaukningu sjávarútvegs á hverju ári. Því meira
mynd
7. júní 2022

Staðsetning 100 stærstu sjávarúvegsfyrirtæka jarðar

  Myndirnar sýna hvar 100 stærstu sjávarútvegsfyrirtæki heims eru staðsett. Þrátt fyrir að vera í 20 sæti yfir landaðan afla í heiminum náum við einungis einu sjávarútvegsfyrirtæki og einu sölufyrirtæki inn á lista yfir 100 stærstu í heiminum. Vel að merkja þá eru íslensku fyrirtækin mjög neðarlega á listanum. Samtals eru þessi hundrað fyrirtæki eru með veltu uppá 105 milljarða dollara árið meira
mynd
24. maí 2022

Skeljungur "vinnur" mál

Hún lét ekki mikið yfir sér fréttin í Morgunblaðinu síðasta laugardag þar sem sagt var frá því að ríkið hefði tapað dómsmáli gegn Skeljungi. Sú niðurstaða hefur í för með sér að  ríkissjóður þarf að endurgreiða Skeljungi 450 milljónir króna auk dráttarvaxta. Allt vegna villu í útreikningi flutningsgjalda fyrir árin 2016 til 2019. Þarna hafa átt sér stað mistök við álagningu og útreikning á meira
mynd
23. mars 2022

Vorrall - Árni mokfiskar

Í dag 22. mars þurfti hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson HF 200 að gera hlé á rannsóknum sínum, svokölluðu vorralli og landa fullfermi, mest karfa, í Grundarfirði. Árni Friðriksson fékk karfann  43 rannsóknartogum sem hvert um sig eru ekki nema fjögurra sjómílna löng. Þrátt fyrir mikla ótíð reyndist  karfinn vera út um allt og er að truflaði rannsóknirnar, eða svo segja sjómenn með meira
mynd
8. mars 2022

Hvert fara sjávarafurðir!

Hvert fara okkar sjávarafurðir? Við fluttum út sjávarafurðir til 95 landa fyrir um 270 milljaðar á árinu 2020. Þau lönd sem kaupa af okkur afurðir fyrir meir en milljarð eru 21 og taka við 95% af þeim verðmætum sem við flytum út.  Hlutfallsleg skipting eftir löndum sést svo á þessari mynd.  Myndirnar eru unnar uppúr gögnum Hagstofu sjá tengil...     meira
mynd
18. febrúar 2022

Ritstjóri reiknar

Meðfylgjandi myndir eru úrklippur úr Fréttablaðinu í gær, 17. febrúar 2022. Ritstjórinn og fyrrverandi alþingismaður, Sigmundur Ernir Rúnarsson, bregður undir sig reiknistokknum og telur sig finna hve mikið sjávarútvegurinn getur borgað í auðlindagjald. Þannig finnur hann út á einu augabragði að það er hægt að greiða 36 milljarðar króna í auðlindagjald á ári og það sé aðeins  3% af þeim meira
mynd
16. febrúar 2022

Stærðir sjávarútvegsfyrirtækja og matvörumarkaðar 2020

Áhugavert er að skoða veltu matvörumarkaða og úthlutun veiðiheimilda til sjávarútvegsfyrirtækja þar sem umræða um samþjöppun í sjávarútvegi er talin vera áhyggjuefni. Minna hefur farið umræðu um stærðir fyrirtækja á matvörumarkaði. Vel að merkja þá fara allar vörur sjávarútvegsfyrirtækja á erlendan markað en matvörumarkaðurinn hefur nær allar sínar tekjur af heimilum landsins.  Græni meira
11. febrúar 2022

Hagfræði Bláa lónsins og verbúð fortíðarinnar

Lengi vel gat hver sem er farið í Bláa lónið eða hvað það var sem affallsvatnið frá virkjuninni  kallaðist áður en slyngir menn fóru að markaðssetja fyrirbærið. Þetta voru hálfgerðar svaðilfarir, engin búningsaðstaða, ekkert hreinlæti og ekkert eftirlit. Enda var það svo að þeir sem lögðu í að fara í „Bláa lónið” á þessum tíma voru heldur lítt skipulagðir og fóru þangað í hita meira
mynd
23. september 2021

200 þúsund tonn meir?

Allt frá árinu 1901 höfum við Íslendingar barist fyrir yfirráðum yfir fiskimiðum sínum. Það var ekki fyrr en með viðurkenningu Breta á 200 mílna lögsögunni 1. júní 1976  að við náðum  fullum yfirráðum yfir þeim. Á sama tíma og barist var fyrir útfærslunni í 200 mílur var farið að kalla eftir vísindalegu mati  fiskifræðinga á ástand fiskistofna hér við land. Aflamarkskerfið var tekið meira
mynd
23. apríl 2021

Hinir óseðjandi!

Vinur minn Anfinn í tröllahöndum Síðasta vetrardag, sá ég minn gamla vin Anfinn Olsen birtast í sjónvarpinu hér heima. Eins og hann kom fyrir í sjónvarpinu þekki ég ekki minn mann. Hann var frekar utan við sig og tafsaði í svörum, eitthvað sem er ólíkt honum. Sá Anfinn sem ég þekki er skarpur og snar en þegir ef hann hefur ekkert til málanna að leggja. Þar mættu margir af honum læra. Að fyrra meira
12. febrúar 2021

Arðrán Evrópusambandsins

Grein birt í Morgunblaðinu 12 feb 2021 ESB sendimenn hika ekki við að arðræna fátækar þjóðir eða múta ráðamönnum. Nýverið bárust fréttir af kaupum Evrópusambandsins á veiðiheimildum við Grænland. Slær vefritið Kjarninn því upp að, „ESB borg[i] mun meira fyrir fiskveiðar heldur en íslenskar útgerðir“ og reiknar einsog enginn sé morgundagurinn út þorskígildi og verð á kíló. Þetta er meira
8. febrúar 2021

Litlu sjávarútvegsfyrirtækin og íslensku risarnir

birt @visir.is/skoðun 15. maí 2020 17:00 Því er oft haldið fram að fyrirtæki í sjávarútvegi séu of stór og kvótinn sé á fárra manna höndum. Samhliða eru nefnd til sögunnar nokkur stærstu fyrirtækin og stjórnendur þeirra og gjarnan sagt: Þetta gengur ekki! En er þetta rétt, hver er hin raunverulega stærð þeirra og hvernig er samanburður við annan fyrirtækjarekstur hér á landi eða erlendis? Ef við meira
8. febrúar 2021

Fákeppni á matvörumarkaði, samkeppni í sjávarútvegi

birt @visir.is/skoðun 23. september 2020 16:30 Út er komin skýrsla sem ber heitið: „Um markaði Brims og tengdra félaga, samþjöppun og virkni þeirra“. Skýrslan er unnin af fjármálafyrirtækinu Arev og kannar samkeppni með aflaheimildir [1] í sjávarútvegi og ber saman við annan atvinnurekstur hér á landi. Í skýrslunni er einnig skoðuð samkeppni á matvörumarkaði og í meira
8. febrúar 2021

Brott­kast, brott­kast

Birt @ visir.is/skoðun 14. september 2020 Komin er út skýrsla Haf- og vatnarannsókna um mælingar á brottkasti þorsks og ýsu 2016 til 2018. Skýrslan er 11 síður að lengd og reikna skýrsluhöfundar sér til að brottkast á þorski árið 2017 sé um 5.658 tonn. Það er árið sem mest er hent af þorski af öllum þeim árum sem skýrslan tekur til. Þegar þetta er sagt er sláandi að lesa að svo miklu magni sé hent meira
8. febrúar 2021

Sorgir sameignar

birt 29. apríl 2020 @visir.is/skoðun   Það var ekki einungis að við Íslendingar veiddum of mikið úr okkar stofnum, við vorum líka að tapa mannslífum og fjármunum við þær veiðar. Það er áhugavert hvað sameignir geta valdið miklum deilum og vandamálum, hvort heldur þær eru í húsfélagi eða synda í hafinu umhverfis landið. Það sem okkur hér á landi skiptir mestu er umgengnin um auðlindir hafsins meira
8. febrúar 2021

Rang­færslur Frétta­stofu ríkisins

Skrifað 27. ágúst 2020 15:00 birtist á visi.is/skoðun Komin eru fram gögn sem sýna greiningu á sölu á óunnum karfa sem fluttur var til Þýskalands á árunum 2008 og 2009. Gögnin eru unnin af Verðlagsstofu skiptaverðs úr tölum frá Fiskistofu. Þar kemur fram skiptaverð með einfaldri nálgun Verðlagsstofu á kostnað við flutning og sölu. Þessi gögn hafa verið grunnur að miklum fréttum um svindl og meira
12. ágúst 2020

Seljan og Samherji

Nú virðist sem myndin sé að skýrast.Það hefur áður komið fram í rannsókninni hjá Seðlabanka að þeir gerðu mistök í útreikningum þar sem ekki var verið að vinna með vegið meðaltal. Önnur algeng mistök sem menn gera er að bera saman skilaverð hingað heim og söluverð á markaði hinsvegar. Þegar fiskur er seldur á erlenda markaði geta verð sveiflast mikið og sérstaklega á þýskalandsmarkaði með karfa. meira