Pistlar:

23. september 2021 kl. 16:43

Svanur Guðmundsson (svanur.blog.is)

200 þúsund tonn meir?

Allt frá árinu 1901 höfum við Íslendingar barist fyrir yfirráðum yfir fiskimiðum sínum. Það var ekki fyrr en með viðurkenningu Breta á 200 mílna lögsögunni 1. júní 1976  að við náðum  fullum yfirráðum yfir þeim. Á sama tíma og barist var fyrir útfærslunni í 200 mílur var farið að kalla eftir vísindalegu mati  fiskifræðinga á ástand fiskistofna hér við land. Aflamarkskerfið var tekið upp árið 1984 með úthlutun á einstök skip en Hluti flotans var í sóknarmarki frá 1985-1990. Með lögum nr. 38 frá 1990 og frjálsa framsalinu 1994 var það kerfi að sem nú er við líði fest í sessi.

Frá því að frjálsa framsalið  var tekið upp 1994 og  útgerðin varð að standa á eigin fótum  fórum við að gera okkur grein fyrir mikilvægi þess að vernda  fiskistofna og veiða á ábyrgan hátt þannig að við afrakstur stofna sé sjálfbær til framtíðar.

Samspil stofna og umhverfisþátta hefur verið mér hugleikið innan fiskifræðinnar og hef nýlokið vinnu við úttekt sem skoðaði stofnmat í karfa og grálúðu. Við rannsóknir mínar  tók ég saman og bar saman þróun veiða helstu bolfisktegunda hér við land eftir seinni heimstyrjöld og til dagsins í dag. Með því að taka út hitastigsmælingar í hafinu úr skýrslum Hafrannsóknarstofnunar svo og töluleg gögn þaðan getum við borið saman afla og hita frá 1945 til 2020. Þar sést að meðan veiði er óheft þá sveiflast hún með líkum hætti og hitinn í sjónum ef horft er á myndirnar sitt á hvað. En eftir 1994 er veiðum stýrt á ábyrgan hátt og með varúðarsjónarmiðum.  Lítil sveifla er í lönduðum afla en hann er um leið að aukast hægt og bítandi. Á hinn bóginn er hitinn núna orðin svipaður hitanum þegar  þegar mest var veitt áratug eftir stríð. Núna veiðum við af þessum helstu tegundum bolfisks 457 þúsund tonn en 1960  veiddum við nærri 700 þúsund tonn. (sjá mynd 1 &2). Mynd 1 sýnir 75 ára þróun en á 3 árum (1100 dögum)  nær þorskur nærri 4 kg stærð frá hrogni ef næg er fæðan.

Varúðarsjónarmið ráða miklu við ákvörðun um aflamark þar sem rannsóknir á nytjastofnum okkar eru ekki nægjanlega miklar. Í skýrslu sem unnin var að beiðni sjávarútvegsráherra („Staða og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi “frá því í maí 2021) segir á bls. 3. „Hafrannsóknarstofnun hefur ekki getað metið stærð sumra stofna og í þeim tilvikum getur stofnunin ekki veitt ráðgjöf sem miðar að hámarksafrakstri. Þess í stað byggir sú ráðgjöf á ákveðinni varúðarnálgun sem á að tryggja að ráðlagður afli sé sjálfbær.“

Í framhaldi af þessu hljótum við að spyrja okkur hvort  ekki sé ráð að við förum að kanna betur ástand okkar fiskistofna og gætum að hvort við eigum möguleika á að veiða meir úr þeim. Þá getum við treyst á raunverulega þekkingu við veiðistýringu en erum ekki fangar varúðarsjónamiða sem geta haft af okkur umtalsverð verðmæti.

veiðar á helstu bolfisktegundum

Mynd 1:Veiðar allra þjóða á helstu bolfisktegundum frá árinu 1945. Gögn frá Hafrannsóknarstofnun

hiti við Siglunes

Mynd 2: Hiti við Ísland frá 1945 til 2020 út frá Siglunesi. Breiðari línan er hlaupandi meðaltal sl 5 ára frá Hafogvatn.is

mynd
23. apríl 2021

Hinir óseðjandi!

Vinur minn Anfinn í tröllahöndum Síðasta vetrardag, sá ég minn gamla vin Anfinn Olsen birtast í sjónvarpinu hér heima. Eins og hann kom fyrir í sjónvarpinu þekki ég ekki minn mann. Hann var frekar utan við sig og tafsaði í svörum, eitthvað sem er ólíkt honum. Sá Anfinn sem ég þekki er skarpur og snar en þegir ef hann hefur ekkert til málanna að leggja. Þar mættu margir af honum læra. Að fyrra meira
12. febrúar 2021

Arðrán Evrópusambandsins

Grein birt í Morgunblaðinu 12 feb 2021 ESB sendimenn hika ekki við að arðræna fátækar þjóðir eða múta ráðamönnum. Nýverið bárust fréttir af kaupum Evrópusambandsins á veiðiheimildum við Grænland. Slær vefritið Kjarninn því upp að, „ESB borg[i] mun meira fyrir fiskveiðar heldur en íslenskar útgerðir“ og reiknar einsog enginn sé morgundagurinn út þorskígildi og verð á kíló. Þetta er meira
8. febrúar 2021

Litlu sjávarútvegsfyrirtækin og íslensku risarnir

birt @visir.is/skoðun 15. maí 2020 17:00 Því er oft haldið fram að fyrirtæki í sjávarútvegi séu of stór og kvótinn sé á fárra manna höndum. Samhliða eru nefnd til sögunnar nokkur stærstu fyrirtækin og stjórnendur þeirra og gjarnan sagt: Þetta gengur ekki! En er þetta rétt, hver er hin raunverulega stærð þeirra og hvernig er samanburður við annan fyrirtækjarekstur hér á landi eða erlendis? Ef við meira
8. febrúar 2021

Fákeppni á matvörumarkaði, samkeppni í sjávarútvegi

birt @visir.is/skoðun 23. september 2020 16:30 Út er komin skýrsla sem ber heitið: „Um markaði Brims og tengdra félaga, samþjöppun og virkni þeirra“. Skýrslan er unnin af fjármálafyrirtækinu Arev og kannar samkeppni með aflaheimildir [1] í sjávarútvegi og ber saman við annan atvinnurekstur hér á landi. Í skýrslunni er einnig skoðuð samkeppni á matvörumarkaði og í meira
8. febrúar 2021

Brott­kast, brott­kast

Birt @ visir.is/skoðun 14. september 2020 Komin er út skýrsla Haf- og vatnarannsókna um mælingar á brottkasti þorsks og ýsu 2016 til 2018. Skýrslan er 11 síður að lengd og reikna skýrsluhöfundar sér til að brottkast á þorski árið 2017 sé um 5.658 tonn. Það er árið sem mest er hent af þorski af öllum þeim árum sem skýrslan tekur til. Þegar þetta er sagt er sláandi að lesa að svo miklu magni sé hent meira
8. febrúar 2021

Sorgir sameignar

birt 29. apríl 2020 @visir.is/skoðun   Það var ekki einungis að við Íslendingar veiddum of mikið úr okkar stofnum, við vorum líka að tapa mannslífum og fjármunum við þær veiðar. Það er áhugavert hvað sameignir geta valdið miklum deilum og vandamálum, hvort heldur þær eru í húsfélagi eða synda í hafinu umhverfis landið. Það sem okkur hér á landi skiptir mestu er umgengnin um auðlindir hafsins meira
8. febrúar 2021

Rang­færslur Frétta­stofu ríkisins

Skrifað 27. ágúst 2020 15:00 birtist á visi.is/skoðun Komin eru fram gögn sem sýna greiningu á sölu á óunnum karfa sem fluttur var til Þýskalands á árunum 2008 og 2009. Gögnin eru unnin af Verðlagsstofu skiptaverðs úr tölum frá Fiskistofu. Þar kemur fram skiptaverð með einfaldri nálgun Verðlagsstofu á kostnað við flutning og sölu. Þessi gögn hafa verið grunnur að miklum fréttum um svindl og meira
12. ágúst 2020

Seljan og Samherji

Nú virðist sem myndin sé að skýrast.Það hefur áður komið fram í rannsókninni hjá Seðlabanka að þeir gerðu mistök í útreikningum þar sem ekki var verið að vinna með vegið meðaltal. Önnur algeng mistök sem menn gera er að bera saman skilaverð hingað heim og söluverð á markaði hinsvegar. Þegar fiskur er seldur á erlenda markaði geta verð sveiflast mikið og sérstaklega á þýskalandsmarkaði með karfa. meira
30. mars 2020

Verjum Bláa hagkerfið

Alþjóðasamfélagið er í auknum mæli farið að beina sjónum að hafinu og vistkerfi þess og þar stöndum við öðrum þjóðum framar. Það getur margt reynt á þolrif þeirra sem starfa í íslenskum sjávarútvegi í dag. Ekki einungis þurfa menn að fást við vandasaman rekstur, óblíð náttúruöfl og ótrygga markaði heldur ekki síður andsnúna og villandi umræðu hér heima við. Þannig virðast margir finna útgerðinni meira
29. mars 2019

Minnispunktar um Orkupakka 3 - Hvað hefur verið gert

  Helstu atriði frá Utanríkisráðuneyti vegna 3ja Orkupakkans Um sameiginlegan skilning um gildi þriðja orkupakkans.                     Lagabreytingin:                           Álit Stefáns Más Stefánssonar og    Skúla Magnússonar:       Umsókn um meira
mynd
28. maí 2015

Íslenskur sjávarútvegur

Í dag heyrast kröfur frá háværum hópi sem vill stærri hluta af afkomu sjávarútvegsins í sameiginlega sjóði. Þessi hópur vill hærri auðlindagjöld, hærri skatta og uppboð á veiðiheimildum. Að öðrum kosti verði ekki sátt um sjávarútveginn.  Þetta eru ósköp eðlileg sjónarmið en það gleymist gjarnan í þessari umræðu að þegar kvótakerfinu var komið á, vildu fáir  sem þar störfuðu kvóta á meira
1. apríl 2007

Hafnfirðingar segja Pass.

Núna þegar Hafnfirðingar hafa kosið um sín skipulagsmál þá er niðurstaðan "pass". Þeir sem ráða ferðinni þurfa núna að taka ákvörðun um framhaldið. Spurningin er hvort þeir hafa þor til þess. Samfylkingin í Hafnarfirði hefur komist upp með að hengja sig á umræðupólitík og tala um hlutina án þess nokkurntímann að koma með sýna skoðun á framtíð álversins í Hafnarfirði. Hafnfirðingar hafa vissulega meira
29. mars 2007

ég skora á ferðaþjónustuna!

að hún kynni sér hugmyndir mínar um sportveiðar á hval. http://svanur.blog.is/blog/svanur/entry/153247/ meira
29. mars 2007

Er hægt að dæma fyrir heimsku?

Nú gefur Jón Sullenberger eða hvað sá ágæti maður heitir út Kredit reikning sem er rangur. Reikning sem skaðar hans fyrirtæki ef hann væri réttur en ef hann er rangur þá er hann ákærður hér á landi. Talandi um að koma sér í vandræði. meira
28. mars 2007

Skaðabætur til hluthafa!

Hvort sem einstaklingum verði refsað eða ekki þá eiga hluthafar sem keyptu hlutafé í Baug á sínum tíma, rétt á skaðabótum frá Baug. Baugur náði í hlutafé með útboði á sínum tíma með reikningum sem núna virðast hafa verið falsaðir. Forsendur útboðsins voru rangar og verðmæti fyrirtækisins því logið. Það kæmi mér ekki á óvart að þeir sem keyptu í Baug á sínum tíma fari í skaðabótamál við Baug þar meira
mynd
27. mars 2007

Er ég hvítur!

Sumt er svart og annað hvítt. Núna eigum við að velja grátt eða hvítt eða  hætta öllu eða stoppa og sjá til.Það er staðreynd að Kárahnúkavirkjun  er óafturkræf framkvæmd. Aftur á móti eru eldgos eru líka óafturkræf og menga mun meira en nokkur álframleiðsla og ekki fara þau í umhverfismat. Svo er allur þessi brennisteinn sem kemur úr opnum hverum hér á landi. Núna koma upplýsingar um að meira
mynd
26. mars 2007

Landið og lífið.

Hér er enn ein myndin af netinu. Myndin er tekin af síðu ESA: "European Space Agency".  Myndin sem er tekin 21 júní 2004, sýnir vel þörungablóma við suð-vesturland og útaf suðurlandi.   Ljósbláu og grænu flekkirnir eru þörungablómi. Einsog segir réttilega í greininni er lífmassinn í þörungablómanum meiri en allur annar lífmassi við Ísland.Takið eftir grænu hringamyndunum meira
mynd
22. mars 2007

Hvernig við getum bætt ástandið!

  Hinn alvísi Cliff Calvin í Staupasteini var að útskýra Buffaló-kenninguna fyrir vini sínum Norm og það gekk svona fyrir sig:   "Sjáðu nú til Norm, þetta virkar svona....   Buffalahjörð getur aðeins farið jafn hratt og hægasti buffalinn í hjörðinni. Og þegar veitt er úr hjörðinni eru það hinir hægustu og veikustu aftast í hjörðinni sem eru drepnir meira
mynd
22. mars 2007

Breiðamerkurjökull '73 vs '00 og umhverfisáhrif.

Ég datt niður á þessa mynd á netinu.  Dálítið stór mynd en vel þess virði að skoða. Myndin vinstra megin er tekin í september 1973 og sú síðar í desember 2000. Þarna sést vel hvað jökullin hefur dregist saman og líka sem kom mér á óvart að ströndin er að styrkjast. Þannig að áhyggjur manna um að hringvegurinn sé að rofna gæti verið  ástæðulaus.Það sem kom mér þó mest á óvart er textinn meira