c

Pistlar:

12. ágúst 2020 kl. 16:49

Svanur Guðmundsson (svanur.blog.is)

Seljan og Samherji

Nú virðist sem myndin sé að skýrast.
Það hefur áður komið fram í rannsókninni hjá Seðlabanka að þeir gerðu mistök í útreikningum þar sem ekki var verið að vinna með vegið meðaltal. Önnur algeng mistök sem menn gera er að bera saman skilaverð hingað he
im og söluverð á markaði hinsvegar. Þegar fiskur er seldur á erlenda markaði geta verð sveiflast mikið og sérstaklega á þýskalandsmarkaði með karfa. Er sá markaður viðkvæmur fyrir magninu sem kemur inn á hann og ef lítið framboð berst inná markaðinn frá Íslandi, Noregi, Færeyjum og fleiri löndum þá geta verð oft á tíðum verið mjög há á litlu magni. Getur sá verðmunur verið tífaldur á milli vikna. Ef menn gæta sín ekki í því að taka tillits til þess magns sem verið er að fjalla um í þessum viðskiptum og kostnaðar við söluna geta menn komist að rangri niðurstöðu.
það virðist sem Helgi Seljan hafi því miður gert það og slegið upp einhverju stóru sem ekki var. Verðlagsstofa vísaði þessu máli til úrskurðarnefndar og þar sáu menn ekkert að málinu að ég best veit. Ekkert var ákært eða frekar gert með þessar upplýsingar. Helgi gerði einfaldlega mistök.
Það er töluverður munur á skýrslu og tölugögnum sem menn eru að vinna með. Skýrsla hefði verið ritrýnd og farið yfir af Verðslagsstofu og fengið þar málsnúmer. Augljóslega eru til gögn sem lágu fyrir og starfsmenn stöðugt að vinna með. Þessar tölur hefur Helgi komist í og unnið með á sinn hátt einsog frægt er orðið.