Heilbrigðisráðuneytið

Sérfræðingur á skrifstofu fjármála

Heilbrigðisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings á skrifstofu fjármála. Um er að ræða áhugavert og fjölbreytt starf í krefjandi starfsumhverfi þar sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð, sjálfstæði og góð samskipti.

Skrifstofan ber ábyrgð á gerð fjármálaáætlunar, fjárlaga, rekstrar- og framkvæmdaáætlana og hefur eftirlit með framkvæmd fjárlaga. Skrifstofan hefur heildaryfirsýn yfir fjármál- og rekstur stofnana ráðuneytisins, tryggingarliða og annarra viðfangsefna sem heyra undir það. Þá hefur skrifstofan umsjón með kostnaðarþátttöku notenda í heilbrigðisþjónustu. Skrifstofan annast jafnframt fjármál og áætlanagerð og innri rekstur aðalskrifstofu ráðuneytisins. Þá leggur skrifstofan mat á hagkvæmni verkefna og þann kostnað sem kann að hljótast af lagafrumvörpum fyrir ríkissjóð.

 Helstu verkefni og ábyrgð

  • Fjárlagagerð, rekstrar- og framkvæmdaáætlanir og eftirlit með framkvæmd fjárlaga.
  • Mat á kostnaðaráhrifum lagafrumvarpa og reglugerða.
  • Áætlanagerð, kostnaðargreining og kostnaðareftirlit.
  • Greining og úrvinnsla gagna auk framsetningu.
  • Spár og áætlanir.
  • Þátttaka í stefnumótun í málaflokkum ráðuneytisins í samstarfi við fagskrifstofur og stofnanir ráðuneytisins.
  • Samskipti við aðila innan og utan ráðuneytisins.

 Menntunar- og hæfnikröfur

  • Háskólamenntun í viðskiptafræði, hagfræði eða önnur sambærileg menntun. Framhaldsmenntun er kostur.
  • Færni í meðferð, greiningu og úrvinnslu gagna auk framsetningu.
  • Reynsla af gerð spálíkana og áætlana.
  • Þekking og reynsla af áætlanagerð, kostnaðargreiningu og kostnaðareftirliti.
  • Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót.
  • Færni til að geta unnið sjálfstætt á skipulagðan og agaðan hátt.
  • Færni í miðlun upplýsinga í mæltu og rituðu máli.
  • Góð kunnátta í ensku og einu Norðurlandamáli er kostur.
  • Þekking og reynsla úr stjórnsýslunni og af fjárlagagerð er kostur.
  • Þekking á fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins er kostur.
  • Þekking og reynsla af teymisvinnu og verkefnastjórnun er kostur.

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðs hafa gert. Áhugasamir einstaklingar eru hvattir til að sækja um starfið óháð kyni. Sótt er um starfið á Starfatorg.is og með umsókn skal fylgja afrit af prófskírteinum, ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hvernig umsækjandi uppfyllir hæfniskröfur.

Umsóknarfrestur er til og með 29. apríl 2024 og starfshlutfallið er 100%

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. reglur nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

Upplýsingar um starfið veitir Runólfur Birgir Leifsson, skrifstofustjóri á runolfur.leifsson@hrn.is og Kristín Helgadóttir, mannauðsstjóri á kristin@hrn.is

Sett inn: 5. apr.

Sérfræðingur á skrifstofu fjármála

Skráð 5. apr.
Staðsetning Höfuðborgarsvæðið
Starfssvið Sérfræðistörf
Starfshlutf. Fullt starf
Ums.frestur 29. apríl

Nýjustu störfin