Bræður byggðu sér lítið hjólhýsi

Bræðurnir Luke og Cole Thill.
Bræðurnir Luke og Cole Thill. Ljósmynd/YouTube

Tvíburabræðurnir Cole og Luke Thill í Iowa í Bandaríkjunum byggðu sér lítið hjólhýsi fyrir nokkrum árum þegar þeir voru fjórtán ára gamlir. Þetta var ekki fyrsta byggingarverkefni Coles sem hafði áður byggt smáhýsi í garði fjölskyldunnar. 

Cole var aðeins 11 ára gamall þegar hann varð hrifinn af hugmyndinni um smáhýsi og þegar hann varð 13 ára fór hann að leggja drögin að smáhýsinu. Hann lagði hart að sér og vann ýmis verkefni til að eiga fyrir húsinu. Þá gerði hann líka samninga við fólk í bænum sínum og tók til dæmis til í bílskúrnum fyrir nágranna sinn sem hjálpaði honum með rafmagnið í húsinu í staðinn.

Þegar hann lauk við húsið einu og hálfu ári seinna vildi hann halda áfram að byggja. Þá byggðu hann og tvíburabróðir hans Luke lítið hjólhýsi. Verkefninu lauk árið 2018 og hefur það komið að góðum notum síðan. Bræðurnir, sem í dag eru 17 ára, hafa farið í yfir 50 útilegur með það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert