Fosshótel Reykjavík

Fosshótel Reykjavík er stærsta hótel landsins, með 320 herbergi og mögnuðu útsýni til allra átta.

Á efstu hæð má finna sjö svítur og þrjá fyrsta flokks fundarsali á annarri hæð. Á hótelinu er svo einnig fyrsta flokks veitingastaður, Haust, hannaður af Leifi Welding en staðurinn tekur rúmlega 200 manns í sæti. Bjórgarðinn er einnig að finna á jarðhæð hótelsins en þar er boðið upp á frábært úrval af íslenskum bjór.

Nálægð hótelsins við miðbæ Reykjavíkur gerir það að frábærum áfangastað fyrir þá sem vilja njóta alls þessa sem Reykjavík hefur upp á bjóða en vilja á sama tíma geta notið góðs nætursvefns og vinalegrar þjónustu. Allir hótelgestir hafa aðgang að líkamsræktaraðstöðu.